Farangur að loknu ferðalagi.

Jæjaþá.

Núna er ég búinn að ferðast um alla Asíu, og vera með bakboka alla leiðina.  ég tók ýmislegt með mér í ferðina, sem ég er þó búinn að nota mismikið.  Ég skrifaði lista sem ég opinberaði í fyrstu fimmtudagsfærslu ferðarinnar, og var það ætlun mín að fara yfir þann lista að lokinni ferð og tala um það hversu mikið hver hlutur var notaður.

Vá, lítið af dóti!

Vá, lítið af dóti!

Svona var listinn:

1 buxur (síðar sem hægt er að rúlla upp)
2 skyrtur
1 stuttermabolur
1 ullarbolur(góður í kvöldkulda, Noreg og Síberíu)
2 nærbuxur (þvo reglulega, engar áhyggjur)

Þetta fannst mér mátulegt af fötum.  Það er allstaðar hægt að kaupa sér föt þarna úti, og oftar en ekki ódýrari en heima á Íslandi.  Það eina var að það hefði stundum verið þæginlegt að vera með aukanærbuxur þegar maður nennti ekki að þvo, en það var samt engin þörf á því.  Ég fór bara í sundskýlustuttbuxurnar mínar þegar bráð þörf á að þvo buxurnar, og keypti mér nýjar nokkrum sinnum afþví ég skemmdi þær svo fljótt.
1 par sandalar
1 skópar (verður eftir í Dubai)

Hefði frekar viljað taka einhverja þæginlega strigaskó heldur en þessa sandala, svona í mestu göngutúrana.  Annars keypti ég mér bara flip flops úti, og var í þeim megnið af tímanum í hlýrri löndunum, og keypti mér converse í Víetnam sem ég notaði í kaldari löndunum.

~2 sokkapör (annað var ónýtt, uppgötvaðist í Noregi)

Þurfti ekki sokka fyrr en í Víetnam, og keypti mér þá þar.

1 ferðahandklæði

Mjög gott að hafa ferðahandklæði fyrir þau skipti sem Hostel buðu ekki uppá handklæði frítt.
1 silki svefnpoki (í raun liner, en mun vera notað sem svefnpoki)

Ég satt að segja notaði þennan ekki mikið.  Við skoðuðum alltaf reviews fyrir gististaðina sem við vorum á og pössuðum okkur að þeir fengju hátt fyrir hreinlæti, svo við vorum oftast nokkuð safe með það.  En það var mjög gott að vita af þessu í bakpokanum, ef ske kynni að við lentum á óhreinlegu hóteli eða eitthvað slíkt.
2 spilastokkar(til að spila ótugt eða orrustu)

Ekki fyrirferðamiklir og komu sér einkar vel í síberíuhraðlestinni!  Hefðum líka mátt nota þá meira á hinum leggjum ferðarinnar, en við vorum meira í því að lesa þegar dauður tími gafst.

1 sápustykki(heitt á prjónunum)
1 flaska af alhliða þvottalög

Þetta eru hlutir sem kaupa má jafnóðum úti.  Ég notaði oftast bara handsápu þegar ég þvoði nærbuxurnar mínar, og keypti að mig minnir 3 sápustykki úti, eftir að ég hafði klárað heitt á prjónunum sápuna.  Arnheiður notaði alhliða löginn meira en ég, og þá aðallega til að þvo föt.
1 innanklæðaveski
1 seðlaveski

Seðlaveskið var bráðnauðsynlegt.  Innanklæðaveskið notaði ég ekki mikið, aðallega afþví að ég var með soldið óþæginlegt eintak.  Ég hefði frekar viljað svona rúgskinnsveski eins og maður fær í bankanum.  Arnheiður hlaut þann heiður að bera vegabréfið mitt í hálspokanum sínum á flugvöllum heimsins.

2 símahleðslutæki
1 universal USB hleðslutæki
1 adapter fyrir allar innstungur heims
2 fjöltengi(fengin að láni hjá gestfúsum oslóarbúum)

Tvö símahleðslutæki komu sér vel, til að hlaða símann minn og spjaldið hennar Arnheiðar.  Adapterinn komst ekki í mikil not, þar sem öll hostel sem við sváfum á höfðu universal innstungur.  Samt gott að vera öruggur.  Fjöltengin komu sér vel þegar fjöldi innstungna var takmarkaður og við þurftum að hlaða spjal, myndavél, síma og gopro samtímis.  Ætli það fari ekki eftir græjufjölda hvort slíkt sé nauðsynlegt eða ekki, en það kom sér einkar vel fyrir okkur.

1 LG G3 sími (til að blogga og taka myndir)

Góður þar til ég braut hann.  Nauðsynlegt að hafa einhverskonar samskiptatæki

Heill hellingur af SD kortum

Flest orðin full, en alltaf hægt að kaupa fleiri úti.
1 snyrtitaska með svitalyktareyði, tannkremi og tannbursta
1 ferðahálskoddi

Bæði mjög gott
Og að sjálfsögðu allar nauðsynjar eins og kreditkort, vegabréf, peningar og fl.
First aid kit

First aid kit var ágætt.  það var mjög gott að vita af því, þetta var fyrirferðalítið sett, en við þurftum blessunarlega ekki að nota nema einhverja litla plástra úr því.
1 skaffall

Týndi honum, en hann hefði komið sér einkar vel í síberíuhraðlestinni.

Ég tók líka með mér þvottasnúru sem ég notaði ekkert. In-ear headfónar vöru mjög nytlegir þegar hrotur kojufélaga voru háar.  Ég var með lítinn dagpoka sem ég notaði mikið, til að bera nesti, myndave´lar og first-aid kit svo eitthvað sé nefnt. mæli með svoleiðis.  Og ferðahleðslutæki(power bank) var gott að hafa í lengri rútu- og lestarferðum.

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá notaði ég megnið af hlutunum sem ég tók með eitthvað, en áttaði mig líka á því að flesta hluti er hægt að kaupa bara þegar þörfin kemur upp, og þannig forðast maður að burðast með óþarfa drasl út um allan heim.  Mikið var þetta samt gaman!  Meðmælin sem ég hef er að taka bara sem minnst af drasli, og alls ekki mikið af fötum, þá er þæginlegra að labba um með farangurinn sinn og svona.  Og ef maður fer með hálftóman bakpoka út er hægt að kaupa helling af gjöfum! 🙂

Meira var það ekki í bili, eigið góða daga það sem eftir er.

Tómas Ari skrifar innarlega úr Skutulsfirði.

Síberíuhraðlestin II. Rússland

Þessi færsla er rituð þann 7.maí, 2015.

Akkúrat núna sitjum við um borð í flugvél AirBerlin, á leiðinni frá Dusseldorf til Keflavíkur, þar sem hann Halldór afi hennar Arnheiðar ætlar að taka á móti okkur. Ferðalaginu lýkur að mestu í dag, við eigum þá bara eftir að koma okkur vestur. Vá.

Undanfarin vika er búin að vera alveg mjög skemmtileg, lestarlífið fór ágætlega í okkur. Við vorum með nóg af nesti og góðan félagsskap, spiluðum spil, lékum skák og drukkum vodka. Við lögðum auf stað frá Mongólíu seinasta fimmtudag, og eyddum næstu fjórum dögum um borð í lestinni. Úr henni má svo plokka ýmis skemmtileg smáatriði og hetjusögur af okkur og ferðafélögum, og Arnheiður tók sig til og ritaði dagbók á meðan á ferðinni stóð, sem hún mun svo líklega gera að bloggfærslu við tækifæri.

Hér hefst myndasyrpa úr lestaferðinni miklu. Fleiri myndir og nánari lýsingar í vændum!

Hér hefst myndasyrpa úr lestaferðinni miklu. Fleiri myndir og nánari lýsingar í vændum!

Rory og Archie í lestinni

Rory og Archie í lestinni

Tókum c.a einn dag í að lestast fram hjá Baikal vatninu sem er sjöunda stærsta vatn í heimi.

Tókum c.a einn dag í að lestast fram hjá Baikal vatninu sem er sjöunda stærsta vatn í heimi.

Archie að dást að vatninu.

Archie að dást að vatninu.

...

Ógirnilegur en jafnframt bragðgóður drykkur.

Ógirnilegur en jafnframt bragðgóður drykkur.

Í klefanum.

Í klefanum.

Vodkatrain?

Vodkatrain?

Jöbb.

Jöbb.

Sólsetrið var alltaf fallegt.

Sólsetrið var alltaf fallegt.

Ekki til í myndatöku...

Ekki til í myndatöku…

Yndislegu Ruby og Sam!

Yndislegu Ruby og Sam!

Þegar táfýlu og núðlulyktin varð of mikil...

Þegar táfýlu og núðlulyktin varð of mikil…

Herramannsmatur!

Herramannsmatur!

Stolt af því að hafa skafað Rússland af kortinu góða.

Stolt af því að hafa skafað Rússland af kortinu góða.

Sam og stóribjórinn!

Sam og stóribjórinn!

Lestarstöð.

Lestarstöð.

Kolagræjurnar í lestinni.

Kolagræjurnar í lestinni.

Tómas og Rory að tefla.

Tómas og Rory að tefla.

Mongólskt vodka og spil.

Mongólskt vodka og spil.

LestarTómas!

LestarTómas!

Ég í Irkutsk.

Ég í Irkutsk.

Bjór í plastflösku. Staðalbúnaður

Bjór í plastflösku. Staðalbúnaður

Flæddi aðeins.

Flæddi aðeins.

Þegar við komum til Rússlands vorum við vel hvíld og full af orku, sem var eins gott(skýrist seinna). Eftir að við komum okkur fyrir á hostelinu okkar hittum við okkar svokallaða „honcho“, hana Ilögu, eða Ilaga ófallbeygt. Hún ætlaði sko að sýna okkur Moskvu, og gerði það ágætlega nema hvað mjög stór hluti miðborgarinnar er lokaður vegna æfinga fyrir einhverja hátíð sem haldin er níunda maí. Svo við löbbuðum í kringum miðbæinn til að reyna að sjá sem mest, og svo þegar tók að dimma héldum við áfram að labba, löbbuðum svo aðeins lengra og síðan fórum við yfir brú, löbbuðum aðeins meira og fórum yfir aðra brú og löbbuðum síðan á næsta metró og tókum lestina heim. Eftir fjögurra daga hvíld hjálpaði þetta manni sko heldur betur að sofna, og Moskvuborg er alls ekki sú versta til að taka hressandi göngu í góðra vina hópi. Hér er allt sem er flott alveg ýkt flott, og neðanjarðarlestarkerfið minnir um margt á fallega innréttaða höll, með marmaragólf og marmaraveggi, steindað gler og ólýsanlegar ljósakrónur. Og alveg fáránlega langa rúllustiga. Ég hef aldrei séð annað eins.

Þessir drengir, alltaf að fíflast!

Þessir drengir, alltaf að fíflast!

Húsið hans Pútíns.

Húsið hans Pútíns.

Það mesta sem við sáum af Rauða Torginu :/

Það mesta sem við sáum af Rauða Torginu :/

Túristi.

Túristi.

Gátum allavega séð kirkjuna frægu...

Gátum allavega séð kirkjuna frægu…

Hún er mjög falleg!

Hún er mjög falleg!

Insert Caption.

Insert Caption.

Að sjálfsögðu þurftu strákarnir að halda á Rory við myndatöku!

Að sjálfsögðu þurftu strákarnir að halda á Rory við myndatöku!

Fínt.

Fínt.

Grafítí

Grafítí

Við Rory.

Við Rory.

Kremlin í fjarlægð í ljósaskiptunum.

Kremlin í fjarlægð í ljósaskiptunum.

Stórt hús í ljósaskiptum.

Stórt hús í ljósaskiptum.

Pose!

Pose!

Ljósaskipti.

Ljósaskipti.

Neðanjarðarlestarkerfið er aldar gamalt og hefur stíl á við konungshöll.

Neðanjarðarlestarkerfið er aldar gamalt og hefur stíl á við konungshöll.

Archie.

Archie.

Daginn eftir fórum við af stað um hádegi, tókum okkur til og kíktum á töffaralegan markað og skoðuðum mjög flotta styttu af Pétri mikla(svo var okkur allavega tjáð). Veðrið var alveg fáránlega gott, sól og mátulega napurt, og við kíktum líka í mjög fallegan almenningsgarð.  Um þessar mundir er frí hjá mörgum Moskvubúum, svo borgin iðar af lífi, jafnvel á vinnutíma á virkum dögum. Það er einn af jákvæðu hlutunum, til að vega upp á móti lokun miðbæjarins, sem hýsir alla flottustu staðina. Við skemmtum okkur að sjálfsögðu konunglega við þetta allt, með Archie, Rory, Ruby og Sam. Það vantaði sko ekki.

Pútín og björninn hans.

Pútín og björninn hans.

Ég að borða ís í almenningsgarði.

Ég að borða ís í almenningsgarði.

Við hjúin í almenningsgarði.

Við hjúin í almenningsgarði.

Ég við gosbrunn og styttan af Pétri mikla fyrir aftar.

Ég við gosbrunn og styttan af Pétri mikla fyrir aftar.

Smá hvíld í sólinni á milli göngutúra!

Smá hvíld í sólinni á milli göngutúra!

Vel verðskuldaður bjór.

Vel verðskuldaður bjór.

When in Russia...

When in Russia…

Minjagripamarkaður.

Minjagripamarkaður.

Svo var bara kominn sjötti maí. Nákvæmlega fjórir mánuðir síðan við lögðum af stað, og bara einn dagur í heimför! Við nýttum daginn í að skoða ennþá meira af Moskvu, bara með þeim Ilögu, Archie og Rory, þar sem Sam og Ruby fóru annað þennan daginn, og kvöddu okkur bara kvöldið áður. Við röltum um og nutum fallega veðursins og borðuðum góðan mat og drukkum bjór. Allan tímann mjög meðvituð um að þetta væri seinasti dagur heimsreisunnar okkar(flugvallarstúss dagsins í dag telst ekki með. Læt nægja að segja að allt gekk vel í dag).

Archie, Tómas, Rory og Ilage.

Archie, Tómas, Rory og Ilage.

Við gosbrunn.

Við gosbrunn.

Gleðigarður.

Gleðigarður.

Gleðigarður.

Gleðigarður.

Ég, Archie og gosbrunnur.

Ég, Archie og gosbrunnur.

Rory, ég, gosbrunnur og Archie.

Rory, ég, gosbrunnur og Archie.

Verðskuldað kebab.

Verðskuldað kebab.

Röltum í gegnum skóg sem er staðsettur í borginni.

Röltum í gegnum skóg sem er staðsettur í borginni.

Þar efst var fínt útsýni yfir borgina. Archie að dást.

Þar efst var fínt útsýni yfir borgina. Archie að dást.

Köttur að dást.

Köttur að dást.

Rory að dást.

Rory að dást.

Par að dást.

Par að dást.

Verðskuldað.

Verðskuldað.

Tregablandin tilhlökkun lýsir tilfinningunni ágætlega. Fjórir mánuðir er langur tími til að vera að heiman, en stuttur tími til að sjá heiminn. Það er svo magnað að hugsa aftur, hugsa um allt það sem við höfum gert og séð á þessum fjórum mánuðum. Það er svo gríðarlega margt, en samt svo lítill hluti af öllu sem er. Heil mannsævi er líklega ekki nóg, hvað þá fjórir mánuðir. En þetta er búið að vera æðislegt, og það er óviðjafnanlegt að fá að verja öllum þessum tíma í að kynnast ókunnum menningarheimum, ólíkum landslögum, margbreytileika fólksins sem deilir heiminum með okkur og síðast en ekki síst hvoru öðru og okkur sjálfum. Það er margt sem maður lærir um sig og ferðafélaga sinn eftir u.þ.b. 2880 klst. óslitna samveru. Þetta er búið að vera magnað ferðalag, og við munum búa að þessu til æviloka. En mikið verður nú gott að koma heim.

Þreyttir ferðalangar kveðja fimmtudagsbloggið að sinni og þakka tryggum lesendum fyrir að fylgjast svona vel með okkur. Það er búið að vera gaman að deila ferðasögunni með ykkur öllum :) Sjáumst!

Þreyttir ferðalangar kveðja fimmtudagsbloggið að sinni og þakka tryggum lesendum fyrir að fylgjast svona vel með okkur. Það er búið að vera gaman að deila ferðasögunni með ykkur öllum 🙂
Sjáumst!

Tómas Ari Íslendingur skrifar af himnum ofan.

Síberíuhraðlestin I: Mongólía

Góðann og blessaðan daginn. Núna sit ég í Síberíuhraðlestinni og skrifa niður þessa færslu, vitandi að hún fer ekki í loftið í bráð.

Tómas í lestinni frá Peking til Úlanbatar.

Tómas í lestinni frá Peking til Úlanbatar.

Seinasti fimmtudagur var atburðarlítill, við versluðum aðeins mat til að taka í lestina og undirbjuggum okkur andlega fyrir vegabréfsáritunarsækningu daginn eftir. Daginn eftir yfirgáfum við síðan Sjanghæ eftir langa bið, fyrst á Starbucks fyrir utan rússneska konsúlinn í Sjanghæ, og síðan á flugvellinum. Ég kláraði eina bók og Arnheiður held ég líka. Eða því sem næst allavega. Við lentum í Pekíng um hálf tvö leitið, og fengum þá taxa sem rataði næstum beinustu leið á hótelið okkar, þar sem við náðum fimm tíma svefn áður en við héldum í lestina.

Gleðin og spennan var ekkert að fela sig þegar vegabréfsáritunin var komin í hús.

Gleðin og spennan var ekkert að fela sig þegar vegabréfsáritunin var komin í hús.

Morguninn eftir hittum við síðan loksins hópinn okkar, sem samanstendur af nýsjálenska parinu Sam & Ruby, Ástralanum Rory og enska drengnum honum Archie. Þau eru öll mjög skemmtileg, sem betur fer, og hér eftir þegar ég segi okkur meina ég ég, Arnheiður og þau öll.

Hann Getso, mongólski vinur okkar, tók þessa mynd á fínu myndavélina hennar Ruby en hún var einmitt svo elskuleg að senda mér þessa mynd! Þetta er yndislegi hópurinn okkar. F.v. Ruby, Sam, Rory, Archie, Tómas og ég.

Hann Getso, mongólski vinur okkar, tók þessa mynd á fínu myndavélina hennar Ruby en hún var einmitt svo elskuleg að senda mér þessa mynd! Þetta er yndislegi hópurinn okkar. F.v. Ruby, Sam, Rory, Archie, Tómas og ég.

Við spjölluðum aðeins í rútunni á leiðinni á lestarstöðina, hvar við versluðum aðeins meiri mat og fórum síðan um borð í lestina. Lestin var mjög fín, herbergin rúmgóð og rúmin mjúk, og við tók heill dagur í lest. Hann fór í að kynnast fólkinu betur, spila saman og gæða sér á örlitlu áfengi. Ekki samt of miklu, þar sem við þurftum að komast í gegnum landamæraeftirlit um kvöldið.

Klefinn okkar.

Klefinn okkar.

Ég að borða fyrstu kvöldmáltíð ferðarinnar.

Ég, myndskreytari og myndskrifari, að borða fyrstu kvöldmáltíð ferðarinnar.

Fyrsta kvöldmáltíð ferðarinnar.

Fyrsta kvöldmáltíð ferðarinnar.

Landamæraeftirlitið gekk vel, Archie var sá eini sem horfði ekki í augun á vegabréfsskoðaranum, en sá leiðrétti það snarlega með því að kalla „look at me“. Síðan vorum við fjögur sem vorum saman í herbergi tekin út alein, og látin elta verðina. Verðirnir yfirgáfu okkur svo eftir að við komum inn í landamærahúsið, og stóðum við þar í nokkrar mínútur að velta því upp á milli okkar hvað gæti verið að fara að gerast. Ekkert okkar stakk uppá því að kannski hefðum við bara óvart fengið að fara langfyrst í tollfríu búðina, sem reyndist síða raunin. Hugmyndir okkar voru allar mun verri, og minna hentugar.

Þessi indæla mongólska stúlka sem kunni að telja upp á 10 á ensku sá til þess að okkur leiddist ekki.

Þessi indæla mongólska stúlka sem kunni að telja upp á 10 á ensku sá til þess að okkur leiddist ekki.

Gangurinn.

Gangurinn.

Great Wall rauðvínið var gríðarlega vinsælt í lestinni frá Kína til Mongólíu. Hér sést Rory fara sínar eigin leiðir í að losa tappann. Svona gera þeir þetta víst í Ástralíu!

Great Wall rauðvínið var gríðarlega vinsælt í lestinni frá Kína til Mongólíu. Hér sést Rory fara sínar eigin leiðir í að losa tappann. Svona gera þeir þetta víst í Ástralíu!

Sólsetrið í Innri-Mongólíu.

Sólsetrið í Innri-Mongólíu.

Útilegu glösin frá Rönnu og Kitta nýttust vel í lestinni!

Útilegu glösin frá Rönnu og Kitta nýttust vel í lestinni!

Þá vorum við barasta komin inní Mongólíu! Leiðsögumaðurnn okkar, hann Getso(bæti honum hér með inní hóðinn sem „okkur“ nær yfir), tók vel á móti okkur á lestarstöðinni. Í Mongólíu er heill hellingur af fjöllum og grassléttum, sem var reyndar tiltölulega þurrt og dautt þegar við komum inní landið. Við komum til Ulaanbataar um miðjan dag, og fengum nokkra tíma í að koma okkur fyrir og átta okkur aðeins eftir lestina. Mongólía er mjög ólík þeim löndum sem við höfum heimsótt hingað til. Hér er almennilegur vetur, og mér líður eins og það hafi mjög mikil áhrif á menninguna, bæði þegar kemur að matarhefðum og menningarhefðum. Um kvöldið fengum við að prufa mongólskan mat, sem samanstóð af lambagúllasi, heitri mjólkursúpu með kjöt“dumplings“ og djúpsteiktum „dumplings“n með lifur, hjarta og tungu fyllingu, sem reyndist alveg einstaklega bragðmikið, bragðgott og seðjandi(eins og vanir lifraroghjartaátsmenn ættu að geta ímyndað sér), í miklum kontrast við kínverskan og suð-austur asískan mat. Sem var samt líka góður.

Mongólska landslagið sem tók við okkur um morguninn. Flatlendi eins langt og augað eygði. Fallegt og allt öðruvísi en allt það landslag sem hefur verið á vegi okkar undanfarna mánuði. Mongólía tók vel á móti okkur.

Mongólska landslagið sem tók við okkur um morguninn. Flatlendi eins langt og augað eygði. Fallegt og allt öðruvísi en allt það landslag sem hefur verið á vegi okkar undanfarna mánuði. Mongólía tók vel á móti okkur.

Mætt til Úlanbatar, Tómas, Rory og Ruby fyrir utan lestarstöðina.

Mætt til Úlanbatar, Tómas, Rory og Ruby fyrir utan lestarstöðina.

Bítlarnir eru líka í Mongólíu!

Bítlarnir eru líka í Mongólíu!

Hluti af fyrstu mongólsku máltíðinni. Mistery meat dumplings er heitið sem þessi réttur fékk. Djúpsteiktir dumplings með alls konar hökkuðum innyflum. Mér persónulega finnst mongólski maturinn algjört lostæti. Mikið kjöt sem er allt mjög bragðmikið, allt öðruvísi heldur en íslenska kjötið!

Hluti af fyrstu mongólsku máltíðinni. Mistery meat dumplings er heitið sem þessi réttur fékk. Djúpsteiktir dumplings með alls konar hökkuðum innyflum.
Mér persónulega finnst mongólski maturinn algjört lostæti. Mikið kjöt sem er allt mjög bragðmikið, allt öðruvísi heldur en íslenska kjötið!

Þar sem mongólski maturinn var svona góður kom ekki annað til greina en að fá sér mongólskt vodka í eftirmat til þess að toppa þetta.

Þar sem mongólski maturinn var svona góður kom ekki annað til greina en að fá sér mongólskt vodka í eftirmat til þess að toppa þetta. Hann Getso okkar var með allt mongólskt á hreinu og við fengum að heyra margt um hina mögnuðu sögu þjóðarinnar yfir drykkjunum!

Veðrið hér er líka þæginlegt, milt og þurrt, sem er að mínu mati góð tilbreyting. Minnir soldið á móðurlandið. Daginn eftir fórum við með honchóinum okkar út í þjóðgarð um tveggja tíma akstur utan við Ulaanbataar, þar sem okkur var komið fyrir í þriggja manna ger tjöldum. Á leiðinni skoðuðum við Hundraðmunkahelli, þar sem munkar földu sig fyrir hreinsunum kommúnistastjórnarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hann var mjög lítill, ég hefði ekki viljað vera einn af þessum hundrað munkum.

Á leiðinni í Ger-búðirnar hittum við þessi dýr við veginn.

Á leiðinni í Ger-búðirnar hittum við þessi dýr við veginn.

Flottur hrægammur.

Flottur hrægammur.

Stoppuðum við bænahrúgu. Gengum þrjá hringi í kringum þetta og köstuðum steinum í hrúguna í hverjum hring og báðum bæn í leiðinni.

Stoppuðum við bænahrúgu. Gengum þrjá hringi í kringum þetta og köstuðum steinum í hrúguna í hverjum hring og báðum bæn í leiðinni.

Loksins sáum við kindur, og fullt af þeim! (Martha, vegna fjölda búfénaðar í landinu þá held ég að þú hefðir gaman að því að kíkja hingað).

Loksins sáum við kindur, og fullt af þeim!
(Martha, vegna fjölda búfénaðar í landinu þá held ég að þú hefðir gaman að því að kíkja hingað).

Tómas á veginum.

Tómas á veginum.

Archie, Rory, ég og Tómas!

Archie, Rory, ég og Tómas!

Æ þetta var bara svo fallegt!

Æ þetta var bara svo fallegt!

Rory og fóturinn á Archie.

Þrífættur Rory.

Yndislegt landslag. Það var einstaklega auðvelt að njóta lífsins á þessum stað.

Yndislegt landslag. Það var einstaklega auðvelt að njóta lífsins á þessum stað.

Erfitt að ímynda sér hvernig hundrað munkar komst fyrir hérna.

Erfitt að ímynda sér hvernig hundrað munkar komst fyrir hérna.

Archie við Hundaðmunkahellinn.

Archie við Hundaðmunkahellinn.

Ég á veginum.

Ég á veginum.

Mætt í Ger-búðirnar!

Mætt í Ger-búðirnar!

Ég varð strax stórhrifin.

Ég varð strax stórhrifin.

Tómas líka.

Tómas líka.

Archie líka.

Archie líka.

Herbergið okkar!

Gerið sem Tómas, ég og Rory deildum.

Mjög næs.

Mjög næs.

Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í tjöldunum okkar fórum við og heimsóttum hirðingjakonu (Nomad), hana Nayu, sem komin var á sjötugsaldurinn. Hún bauð okkur uppá hefðbundið hirðingjasnarl, sem samanstóð af þurrkaðri súrmjólk, jakuxaosti og ósætu, djúpsteiktu brauði, borið fram með mjólkurtei. Hún sagði okkur frá öllum dýrunum sínum og svaraði nokkrum spurningum um hirðingjalífið í Mongólíu.

Yndisleg kona hún Naya. Ómetanlegt að fá að spjalla við hana.

Yndisleg kona hún Naya. Ómetanlegt að fá að spjalla við hana.

Fengum meira að segja mynd með henni!

Fengum meira að segja mynd með henni!

Hún klæddi sig meira að segja upp í þjóðbúninginn sinn fyrir okkur. Þetta er aðal partý galli Nomad fólksins!

Hún klæddi sig meira að segja upp í þjóðbúninginn sinn fyrir okkur. Þetta er aðal partý galli Nomad fólksins!

Sam, Ruby og ég í heimsókninni.

Sam, Ruby og ég í heimsókninni. Ég var flissandi á þessari mynd því einhver sagði brandara. Bara svona ef þið vilduð vita það.

Rory og dýrin áttu ekki samleið.

Rory og dýrin áttu ekki samleið.

Úti húsin hennar Nayu eru með aðeins öðruvísi sniði heldur en við höfum vanist.

Úti húsin hennar Nayu eru með aðeins öðruvísi sniði heldur en við höfum vanist.

Þetta kemur skemmtilega út með umhverfinu.

Þetta kemur skemmtilega út með umhverfinu.

Tveggja daga gamali kálfurinn hennar Nayu.

Tveggja daga gamali kálfurinn hennar Nayu.

Grindverk.

Grindverk.

Bílstjórinn okkar, Naya og systir hennar.

Bílstjórinn okkar, Naya og systir hennar að spjalla um daginn og veginn.

Kvöldinu vörðum við svo í drykki og spil í tjöldunum okkar, sem var mjög skemmtilegt. Við fengum líka að borða. Maturinn hérna er mikið til kjöt, mest lamb og naut. Ég fékk nægju mína af kjöti í hverri einustu máltíð sem við borðuðum hér, það var mjög skemmtilegt og góð tilbreyting frá síðustu mánuðum. Mongólskir matur er sérlega góður!

Tómas gleymdi alveg að minnast á fjallgönguna sem við fórum í fyrir mat.

Tómas gleymdi alveg að minnast á fjallgönguna sem við fórum í fyrir mat.

Tómas á fjallinu.

Tómas á fjallinu.

Ég á fjallinu, eldrauð í framan eftir gönguna!

Ég á fjallinu, eldrauð í framan eftir gönguna (hvar er úthaldið stelpa?)!

Fyrsta myndin í seríunni: Archie með sígarettu í kjaftinum uppá fjalli.

Fyrsta myndin í seríunni: Archie með sígarettu í kjaftinum uppá fjalli.

Snowdrops. Fyrsta blómategund sumarsins að vakna til lífsins.

Snowdrops. Fyrsta blómategund sumarsins að vakna til lífsins.

Spiluðum mongólska leiki með öklabeinum.

Spiluðum mongólska leiki með hnúabeinum.

Í fyrsta skipti í 4 mánuði varð mér kalt. Úlpa og tannburstun er ekki eitthvað sem ég hef verið að venjast!

Í fyrsta skipti í 4 mánuði varð mér kalt. Úlpa og tannburstun er ekki eitthvað sem ég hef verið að venjast!

Daginn eftir fórum við á hestbak og klæddum okkur í skemmtilega þjóðbúninga og prufuðum að skjóta af mongólskum bogum, sem var allt mjög skemmtilegt. Mongólsku hestarnir eru mjög smávaxnir, þeir virðast vera enn minni en þessir íslensku. Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur var góður í ger búðunum, að miklu leiti gott kjöt. Við fórum líka í stutta fjallgöngu, og vorum orðin gjörsamlega ástfangin af Mongólíu. Víðáttan hér er svo falleg, með víðfeðmar sléttur og falleg, lágvaxin fjöll, og veðrið skemmdi ekki fyrir, en það var sól og rétt tæpar tuttugu gráður.

Byrjuðum daginn á fjallgöngu.

Byrjuðum daginn á fjallgöngu.

Ruby og Sam klár í morgungöngu!

Ruby og Sam klár í morgungöngu!

Snjóboltastríð í sprungu.

Snjóboltastríð í sprungu.

Ofnæmis og hestahrædda manneskjan klár í slaginn.

Ofnæmis og hestahrædda manneskjan klár í slaginn.

Komin á bak, pínu hrædd en glöð og spennt.

Komin á bak, pínu hrædd en glöð og spennt.

Riðum að þessum skemmtilega klett. Getur einhver giskað á hvað hann heitir. Vísbending: hann er nefndur eftir dýri.

Riðum að þessum skemmtilega klett. Getur einhver giskað á hvað hann heitir. Vísbending: hann er nefndur eftir dýri.

Njótnjót.

Njótnjót.

Gætum við ekki alveg verið mongólar? P.s. myndin er svarthvít aðallega því nefið mitt var svo sólbrunnið eftir hestaferðina og það var sérstaklega áberandi á þessari mynd. Svo er svarthvítt líka bara kúl!!!

Gætum við ekki alveg verið mongólar?
P.s. myndin er svarthvít aðallega því nefið mitt var svo sólbrunnið eftir hestaferðina og það var sérstaklega áberandi á þessari mynd. Svo er svarthvítt líka bara kúl!!!

Við Ruby í drottningar og brúðarklæðum.

Við Ruby í drottningar og brúðarklæðum.

Archie í baráttu uppá líf og dauða.

Archie í baráttu uppá líf og dauða.

Eftir smá bogfimi og dress up var komið að skák baráttu.

Eftir smá bogfimi og dress up var komið að skák baráttu.

Þetta gekk... vel.

Þetta gekk… vel.

Þessi krúttlegi drengur var í búðunum með okkur. Hann klæddist alltaf skóm með litlum bjöllum. Voða dúlló.

Þessi krúttlegi drengur var í búðunum með okkur. Hann klæddist alltaf skóm með litlum bjöllum. Voða dúlló.

Það kvöld sváfum við aftur í gerunum, spiluðum og drukkum framá rauðanótt, og lögðum síðan af stað til Ulaanbataar eftir morgunmat.

Huggum höfuðið af Rory og notuðum það sem borðskraut.

Huggum höfuðið af Rory og notuðum það sem borðskraut.

Grilluðum svo hjartalagaða sykurpúða því, jú lífið er ást.

Grilluðum svo hjartalagaða sykurpúða því, jú lífið er ást.

Á leiðinni komum við við á safni sem er undir fjörutíu metra hárri styttu af Chinggis Khan sitjandi á hesti. Það var fallegt og tilkomumikið, saga Mongólíu er rík og skemmtileg. Þegar við komum til höfuðborgarinnar fórum við síðan á annað safn eftir hádegismat, Þjóðminjasafn Mongólíu. Það var líka skemmtilegt.

Tómas og styttan.

Tómas og styttan.

Rory og styttan eftir að við límdum höfuðið aftur á hann.

Rory og styttan eftir að við límdum höfuðið aftur á hann.

Styttan.

Styttan.

Getso og Rory og útsýnið frá styttunni.

Getso og Rory og útsýnið frá styttunni.

Archie.

Archie.

Skoðuðum minnisvarða um samstarf Rússa og Mongóla í seinni heimsstyrjöldinni. Úlanbatar í baksýn.

Skoðuðum minnisvarða um samstarf Rússa og Mongóla í seinni heimsstyrjöldinni. Úlanbatar í baksýn.

Eftir það fórum við síðan á ótrúlega skemmtilega sýningu með hefðbundnum dönsum og söngi. Sýningin kom mjög skemmtilega á óvart, dansinn var fjörugur og hraður, og minnti helst á vandaða leiksýningu án tals. Tónlistin var líka sérlega hress og skemmtileg, og mongólsku hljóðfærin líklega með þeim betur hljómandi af svona „traditional“ hljóðfærum sem við höfum fengið að heyra í á ferðalaginu. Tónlistin var mjög falleg og stílhrein, og þegar mennirnir byrjuðu að syngja tvo til þrjá mismunandi tóna í einu gapti maður. Þetta var án vafa besta sjóv sem við höfum fengið að sjá á ferðalaginu, og við höfum séð alveg nokkur.

Geggjuð sýning. Allt virkilega vel gert, tónlistin, dansinn búningarnir og allt. Hefði tekið fleiri myndir en það var bannað svo ég laumaði bara einni í lokin.

Geggjuð sýning. Allt virkilega vel gert, tónlistin, dansinn búningarnir og allt.
Hefði tekið fleiri myndir en það var bannað svo ég laumaði bara einni í lokin.

Um kvöldið fórum við síðan út að borða, miðvikudagskvöld eru „Ladies night“ á klúbbum Ulaanbataar, og vínkvöld á Bellagio hótelinu, hvert við fórum og fengum meira af góðum, mongólskum mat með víninu okkar. Svo fórum við á klúbb, og ótrúlegt en satt þá voru allir á dansgólfinu allan tíman (og enginn að hanga í snjallsímum). Það var nóg af borðum, en nánast hver einasta manneskja fór beinustu leið á dansgólfið og var síðan bara þar, að dansa. Það er skemmtilega öðruvísi en heima (og í Kína). Það kom okkur líka á óvart hve margir voru þarna á miðvikudegi, og við skemmtum okkur öll konunglega!

Síðan fengum við okkur eina mongólska kveðjumáltið í hádeginu daginn eftir, áður en við kvöddum Getso og héldum í lestina aftur, á leið til Rússlands, á vit ævintýranna! Mongólía var vægast sagt frábær, og þetta ein af okkar skemmtilegustu vikum hingað til. Það er líka gaman að vera með hópi af skemmtilegu fólki, og leiðsögumaðurinn okkar var meira svona eins og mjög vel staðkunnugur ferðafélagi heldur en leiðsögumaður. Hann var líka mjög skemmtilegur, og við gátum mikið spjallað við hann og hann spilaði með okkur og skemmti sér með okkur (hann og Archie fengu sér meira að segja tattoo saman). Núna er hann vinur okkar, alveg eins og allir í hópnum! Takk fyrir lesninguna, næsta blogg fer væntanlega í loftið á Íslandi!

Tók ekki myndir síðasta daginn í Mongólíu en hér er bara sneak-peak á það sem einkenndi síðustu daga. Bloggum um Síberíuhraðlestina og Moskvu á næstunni :)

Tók ekki myndir síðasta daginn í Mongólíu en hér er bara sneak-peak á það sem einkenndi síðustu daga. Bloggum líklegast um Síberíuhraðlestina og Moskvu á næstunni 🙂

Tómas Ari Gíslason skrifar frá Síberíu.

Já, við erum ennþá í Sjanghæ!

Halló heimur! Núna erum við búin að vera í Sjanghæ í alltof langan tíma, og eigum von á rússneskri vegabréfsáritun á morgun, og munum þá loksins halda til Pekíng.

Tómas að fagna eftir að síðasta fimmtudagsblogg fór í loftið! Alltaf klassískt að sötra undir sæng með snjallsíma við hönd.

Tómas að fagna eftir að síðasta fimmtudagsblogg fór í loftið! Alltaf klassískt að sötra undir sæng með snjallsíma við hönd.

Undir lok síðustu viku varð Arnheiður Steinþórsdóttir veik, og ég sjálfur eitthvað slappur líka. Við gerðum því mest lítið um helgina, þar sem við áttum sko nægan tíma í þessari blessuðu borg. Við náðum þó að þvo þvott. Erum að þvo hann aftur núna, svo hann verði hreinn í lestinni.

Seprahestakaffihús hressir mann við þegar ferðaslappleikinn segir til sín!

Dýra kaffihús hressir mann við þegar ferðaslappleikinn segir til sín!

Dýra kaffihúsið var svo krúttlegt að ég pissaði næstum því í buxurnar.

Dýra kaffihúsið var svo krúttlegt að ég pissaði næstum því í buxurnar.

Á mánudaginn fórum við nú samt aðeins út, skoðuðum fínan kínverskan markað þar sem Arnheiður gat keypt sér úlpu fyrir næsta legg ferðarinnar, og skoðuðum Technology Museum að utan þar sem það er lokað á mánudögum. Svo komum við við í matvöruverslun á leiðinni heim til að byrgja okkur upp fyrir vikuna. Það gekk vel.

Ég í nýju úlpunni að eiga góða stund í metroinu, eins og flesta daga sem við höfum eytt hér í borg.

Ég í nýju úlpunni að eiga góða stund í metroinu, eins og flesta daga sem við höfum eytt hér í borg.

Við erum ekki búin að vera athafnasamasta parið í Sjanghæ undanfarna vikuna, en við erum þó búin að gera hitt og þetta. Við hittum Rochelle aftur með nýju vinkonu hennar, frakkanum Sabrine, og fórum með þeim á „Shanghai Acrobatic Show“ sem var einstaklega skemmtileg sýning, þar sem reiðhjól, þríhjól, parísarhjól og mótorhjól komu við sögu! Við nutum þess í botn, eins og við gerum nú flest.

Sirkúshöllin.

Sirkúshöllin.

Acrobatic sýningin að byrja, bannað að taka myndir á sýningunni sjálfri svo þetta verður að duga.

Acrobatic sýningin að byrja, bannað að taka myndir á sýningunni sjálfri svo þetta verður að duga.

Ég og samúræjarnir sem voru á mótorhjólum inní kúlu að keyra eins og vitleysingar (það var ofur töff) eftir sýninguna!

Ég og samúræjarnir sem voru á mótorhjólum inní kúlu að keyra eins og vitleysingar (það var ofur töff) eftir sýninguna!

Rochelle og Sabrina þreyttar en sælar eftir sýninguna! Þökkum þeim fyrir gott kvöld.

Rochelle og Sabrina þreyttar en sælar eftir sýninguna! Þökkum þeim fyrir gott kvöld.

Við erum líka búin að fara í langa og skemmtilega göngutúra, meðal annars um „French Concession“, sem er fallegur og (að okkur er tjáð) frægur hluti af Sjanghæ. Þar er allt fullt af fallegum búðum og börum!

Mannmergðin í einnu af götunum í Franska Konsessjóninu.

Mannmergðin í einni af götunum í Franska Konsessjóninu.

Tómas og hið franska.

Tómas og hið franska.

Fín búð í franska hlutanum! Búðirnar voru flestar svo fallegar og innihéldu svo fallega muni að manni leið helst eins og á listasafni.

Fín búð í franska hlutanum! Búðirnar voru flestar svo fallegar og innihéldu svo fallega muni að manni leið helst eins og á listasafni.

Keypti mér te í brúsa sem ég fékk að eiga! Á honum stendur My Bottle og með honum fygir lítill tau poki sem á stendur Don't Touch This Is My Bottle. Rosa kjút og kostaði bara eina tölu!

Keypti mér te í brúsa sem ég fékk að eiga! Á honum stendur My Bottle og með honum fygir lítill tau poki sem á stendur Don’t Touch This Is My Bottle. Rosa kjút og kostaði bara eina tölu!

Ó mín flaskan fríða.

Ó mín flaskan fríða.

Franska.

Franska.

Tebúð í franska! Varði miklum tíma þarna inni að þefa og dást.

Tebúð í franska! Varði miklum tíma þarna inni að þefa og dást.

Svo erum við búin að smakka álitlegt úrval af kínverskum mat, og uppáhöldin okkar hafa líklega verið tvær skemmtilegar sortir af brauðbollum. Steiktar með svínakjötsfyllingu og gufusoðnar með svínalifrarfyllingu. Bæði jömmí, eins og reyndar stærstur hluti þess matar sem við höfum fengið okkur hér, þó eitthvað af honum gæti trúlega orðið þreyttur til lengdar.

Bollukaup gærdagsins!

Bollukaup gærdagsins!

Omnommnoooooommm!

Omnommnoooooommm!

Maður að kaupa sér bollu á uppáhalds bollustaðnum okkar.

Maður að kaupa sér bollu á uppáhalds bollustaðnum okkar. Hér ríkir gleði!

Síðan var dömukvöld á bar Hyatt hótelsins í Financial Center turninum, á 92. hæð! Við fórum að sjálfsögðu þangað, og Arnheiður fékk freyðivín eins og hún gat í sig látið og við áttum þar góða stund, agndofa yfir útsýninu og verðunum í drykkjarseðlinum. Sem betur fer er Arnheiður dama. Það var alveg geðveikt, og svo var ekki síðra að rölta um niðri á jörðinni innan um alla stóru og flottu turnana þarna í Sjanghæ. Það er bara mjög skemmtilegt, þó ég hafi eflaust gleypt nokkrar flugur.

Húsið sem við fórum í, alveg uppá 92. hæð!

Húsið sem við fórum í, alveg uppá 92. hæð!

Þrír stærstu.

Þrír stærstu.

Á leiðinni í turninn.

Á leiðinni í turninn.

Á barnum!

Á barnum!

Glöð með öll fríu freyðivínsglösin sem ég fékk því ég er kona.

Glöð með öll fríu freyðivínsglösin sem ég fékk því ég er kona á konukvöldi.

Annars eru þetta mest búið að vera markaðir, metro, moll og matur undanfarið. Fínt að prufa að vera svona á sama stað í soldið lengri tíma, svona sem upphitun fyrir heimkomuna. Ég er búinn að gleyma hvernig það er að vera með fataskáp og fleiri en 5 flíkur að velja úr þegar ég klæði mig á morgnanna. Arnheiður fjallar um það í myndum sem mér yfirsást í orðum. Takk og bless!

Nú hefst smá myndasyrpa sem gefur ykkur vonandi smá innsýn inní hið daglega líf 11 daga íbúans í Sjanghæ.

Nú hefst smá myndasyrpa sem gefur ykkur vonandi smá innsýn inní hið daglega líf 11 daga íbúans í Sjanghæ.

Þvottasnúrurnar.

Þvottasnúrurnar.

Tekið á lestarstöðinni sem er nálægt hostelinu okkar.

Tekið á lestarstöðinni sem er nálægt hostelinu okkar.

Metroið hefur verið okkar annað heimili uppá síðkastið <3

Metroið hefur verið okkar annað heimili uppá síðkastið ❤

Tómas að kaupa lestarmiða.

Tómas að kaupa lestarmiða.

Tómas eftir að hafa hangið í einhverju handriði... Vil ekki vita meira!

Tómas eftir að hafa hangið í einhverju handriði… Vil ekki vita meira!

Lesa bók á kaffihúsi.

Lesa bók á kaffihúsi.

Búðir á Nanjing Road sem spila afar háværa techno tónlist.

Búðir á Nanjing Road sem spila afar háværa techno tónlist.

Tómas í litlum rúllustiga.

Tómas í litlum rúllustiga.

Tvær grimmar pöndur í búðarglugga.

Tvær grimmar pöndur í búðarglugga.

Enn og aftur skemmtilega dýra kaffihúsið sem gladdi mig.

Enn og aftur skemmtilega dýra kaffihúsið sem gladdi mig.

Ég og fínu póstkorta myndirnar!

Ég og fínu póstkorta myndirnar!

Grænmeti á markaði.

Grænmeti á markaði.

Tómas og háhýsi.

Tómas og háhýsi.

Höfum hangið svolítið hér, á kaffihúsi hostelsins. Afskaplega huggó stemning.

Höfum hangið svolítið hér, á kaffihúsi hostelsins. Afskaplega huggó stemning.

Lík þessari myndasyrpu með mynd af honum Tómasi mínum á röltinu í almenningsgarði.

Ég ætla að ljúka þessari myndasyrpu með mynd af honum Tómasi mínum á röltinu í almenningsgarði. Bless í bili!

Tómas Ari glaðbeitti skrifar frá Sjanghæ.

Strandaglópar í Sjanghæ

Jæja þá og góðann daginn! Við gáfumst upp á skertum tengslum við umheiminn og Arnheiður splæsti í svokallað „VPN“, sem tengir okkur netinu í gegnum netþjóna sem hýstir eru utan Kína, og veita þannig aukið öryggi og óritskoðaðan veraldarvef. Sem þýðir facebook og blogg hjá okkur tveim!!

Tómas að stúdera Kínverskuna yfir fyrstu kínverskumáltíð ferðarinnar! -Bara svona til þess að forðast allan misskilning þá er það enn á ný ég, Arnheiður, sem skrifa undir myndirnar.

Tómas að stúdera Kínverskuna yfir fyrstu kínverskumáltíð ferðarinnar!
-Bara svona til þess að forðast allan misskilning þá er það enn á ný ég, Arnheiður, sem skrifa undir myndirnar.

Seinasti fimmtudagur var seinasti dagurinn okkar í Hong Kong, og honum eyddum við í tiltölulegum rólegheitum um borð í bátnum, elduðum okkur kvöldmat og áttum góða, ódýra stund saman. Morguninn eftir fórum við í morgunmat til Strúllu, Bjarki var því miður farinn til Kína, og við náðum ekki að kveðja hann. En við náðum heldur betur að kveðja börnin!

Kveðjuknús!

Kveðjuknús! Við söknum þeirra nú svolítið.

Kveðjuselfie!

Kveðjuselfie!

Síðan drifum við okkur í metroið alla leið að landamærunum, og fórum þangað í gegn á örskotsstundu, tókum metroið á lestarstöðina og fórum beinustu leið í miðabiðröðina. Eftir langa bið fengum við þær mjög óvæntu og óskemmtilegu fréttir að lestin til Guilin var full! Og við sem áttum bókaða gistingu þar um nóttina. Og gmail virkar ekki í Kína svo ég gat ekki látið hostelið vita!
Sem betur fer var þarna maður á vegum einhvers rútufélags, sem sagði okkur að við gætum tekið rútu til Guilin. Það var næturrúta sem tók ekki nema 11 klst. Lengur en hraðlestin. Og það var allt frekar sketchy í kringum þessa rútuferð, og ég hélt á einum tímapunkti að ég yrði skilinn eftir einhversstaðar útá landi. En svo var ekki, og við komumst til Guilin einum degi á eftir áætlun! Vegna tafa lengdum við dvölina um tvær nætur, og höfðum því þrjá daga í Guilin. Við röltum um bæjinn, og smökkuðum góðann mat og leituðum okkur að hlýjum fatnaði, þar sem þetta var kaldasti staður sem við höfðum heimsótt.

Séð á markaði í miðbæ Guilin.

Séð á markaði í miðbæ Guilin.

Á götumatartorgsfrábærleika (vantar betra orð) að anda að okkur suðurkínverskum hversdagsleika.

Á götumatartorgsfrábærleika (vantar betra orð) að anda að okkur suðurkínverskum hversdagsleika og að spekúlera hvort það sé samt ekki bara ódýrast að fá sér instant núðlur.

Herramannsmatur!

Herramannsmatur!

Hittum þennan ágæta dreng á röltinu og hann vildi endilega spjalla við okkur til þess að æfa sig að tala ensku. Hann bjargaði okkur frá svindlara og varð svo skelkaður þegar ég bað hann um að stilla sér upp með Tómasi fyrir myndatökur. Honum fannst Tómas vera nefnilega svo hrikalega myndarlegur að þetta yrði vandræðalegt fyrir hann. Við erum ósammála, þetta er hinn myndarlegasti maður!

Hittum þennan ágæta dreng á röltinu og hann vildi endilega spjalla við okkur til þess að æfa sig að tala ensku. Hann bjargaði okkur frá svindlara og varð svo skelkaður þegar ég bað hann um að stilla sér upp með Tómasi fyrir myndatökur. Honum fannst Tómas vera nefnilega svo hrikalega myndarlegur að þetta yrði vandræðalegt fyrir hann. Við erum ósammála, þetta er hinn myndarlegasti maður!

Sólsetrið tók svo við okkur eftir bæjarröltið uppá þaki hostelsins.  Maður lifandi!

Sólsetrið tók svo við okkur eftir bæjarröltið uppá þaki hostelsins.
Maður lifandi!

Það hlýnaði þó eftir fyrsta daginn, og við fórum í siglingu um mjög fallegt landslagið í kringum Guilin. Siglingin átti sér stað á nútímavæddum bambusfleka. Bambusinn var s.s. úr plasti. Það var engu að síður fallegt, og veðrið var óviðjafnanlegt, svo að við náðum mörgum fallegum myndum og þónokkrum óviðjafnanlegum mínutum!

Satt! Hér er bambusbáturinn og fæturnir hans Tómasar að hafa það huggó.

Satt!
Hér er bambusbáturinn og fæturnir hans Tómasar að hafa það huggó.

Þessi sigling hófst með rútuferð útúr Guilin í átt að einhverri bryggju við ánna, sem tók u.þ.b. 2 tíma með hinum ýmsustu flækjum og skrítnu augnablikum. Það kom enskumælandi maður á hostelið okkar að sækja okkur á svona minivan bíl, en þar voru bílstjóri og 6 aðrir kínverjar, sem enginn talaði ensku. Síðan fór enskumælandi maðurinn, og sagði okkur að stoppa eftir smá stund og ná rútu nr. eitthvað sem ég man ekki alveg. Við stoppuðum, en svo sagði bílstjórinn eitthvað á kínversku og hoppaði aftur uppí rútuna, ásatm hinum kínverjunum. Okkur var bent á að koma með, og við gerðum það. Síðan átti bílstjórinn í miklum samræðum í símann á leiðinni, þar til á endanum stoppuðum við á einhverri bensínstöð. Þar vorum við stopp í góðan hálftíma, ekki vitandi neitt þar sem enginn gat sagt okkur eitt né neitt á ensku. Við vorum hálf stressuð á þeim tímapunkti.

Tómas að bíða eftir rútú.

Tómas að bíða eftir rútú.

Á endanum kom síðan rúta með númerinu sem enskumælandi maðurinn hafði sagt okkur að fara uppí. Við drifum okkur uppí, og þar var loksins manneskja sem talaði ensku sem gat sagt okkur hver staðan væri! Staðan var fín, og við vorum send beinustu leið í siglingu! Myndir segja víst meira en þúsund orð..

TILBÚINÍBÁTSFERÐ-SELFIE

TILBÚINÍBÁTSFERÐ-SELFIE

Skipstýran.

Skipstýran.

Myndataka.

Myndataka.

Vaaaaá.

Vaaaaá.

Tókum c.a. milljón svona myndir. Þetta varð alltaf fallegra og fallegra svo við gátum bara ekki hamið okkur!!!

Tókum c.a. milljón svona myndir. Þetta varð alltaf fallegra og fallegra svo við gátum bara ekki hamið okkur!!!

SVO FALLEGT!!!

SVO FALLEGT!!!

Tómas að dást af þessu öllu saman.

Tómas að dást af þessu öllu saman.

Pósa með fjöllunum!

Pósa með fjöllunum!

Tómas í bátnum.

Tómas í bátnum.

Ég ekki í bátnum.

Ég ekki í bátnum.

Komin uppá land! Þarna sést landslagið sem prýðir 20 RMB seðilinn.

Komin uppá land!
Þarna sést landslagið sem prýðir 20 RMB seðilinn.

Þesi tók á móti okkur þegar við komum að landi. Hann heldur á veiðifæri sem var notað hér áður fyrr. Fuglinum á stönginni er dýft í sjóinn til þess að veiða fiskinn. Hann er svo með ól um hálsinn til þess að hindra að hann nái að gleypa hann. Allt mjög óhugnalegt en menn urðu víst að bjarga sér!

Þesi tók á móti okkur þegar við komum að landi. Hann heldur á veiðifæri sem var notað hér áður fyrr. Fuglinum á stönginni er dýft í sjóinn til þess að veiða fiskinn. Hann er svo með ól um hálsinn til þess að hindra að hann nái að gleypa hann. Allt mjög óhugnalegt en menn urðu víst að bjarga sér!

Eftir siglinguna var okkur keyrt til Yuangzhou, og fengum að fá okkur 40 mínútna göngutúr á rútustöðina til að ná rútunni til Guilin. Allt tók þetta alveg mjög heilan dag, með þremur rútum og bát, svo við fórum heim í staðinn fyrir fína lókal matarmarkaðinn.

Þessi bær var ótrúlega fallegur. Ég varð alveg heilluð og tók rosalega margar myndir!

Bærinn Yuangzhou var ótrúlega fallegur. Ég varð alveg heilluð og tók rosalega margar myndir á leiðinni á rútustöðina. Hún var svo heppilega staðsett þannig að við urðum að labba í gegnum allan bæinn svo við náðum aldeilis að fanga fegurðina!

Kúl hús.

Kúl hús.

Fallegt, já.

Fallegt, já.

Daginn eftir ætluðum við að skella okkur í helli, og tókum almenningsrútun þangað og fórum í stutta siglingu, en slepptum svo hellinum þegar í ljós kom að hann kostaði alveg rosalega mikið, svo við létum okkur nægja fallega landslagið í kring, og siglingin á fallega vatninu þar nálægt, sem var hræódýr.

Ætlaði að plata alla og segjast hafa farið í hellinn...

Ætlaði að plata alla og segjast hafa farið í hellinn…

Gerðiþaðekki!

Gerðiþaðekki!

Tómas í siglingunni. Þarna var báturinn nú úr alvöru bambus og engin vél. Að sjálfsögðu þurftum við líka að vera í björgunarvesti, vatnið var alveg meters djúpt!

Tómas í siglingunni. Þarna var báturinn nú úr alvöru bambus og engin vél.
Að sjálfsögðu þurftum við líka að vera í björgunarvesti, vatnið var alveg meters djúpt!

Mér fannst þessi sigling eiginlega vera með því skemmtilegasta sem við gerðum í Guilin. Rosalega fallegt, afslappandi og rólegt.

Mér fannst þessi sigling eiginlega vera með því skemmtilegasta sem við gerðum í Guilin. Rosalega fallegt, afslappandi og rólegt.

Tómas varð afskaplega leiður þegar við sáum hvað miðinn var dýr.

Tómas varð afskaplega leiður þegar við sáum hvað miðinn var dýr.

Vatnsflaskan er Guilinleg!

Vatnsflaskan er Guilinleg!

Ég á bambusinum.

Ég á bambusinum.

Tómas fékk sér svo núðlur.

Tómas fékk sér svo núðlur.

Svo þurftum við barasta að drífa okkur á flugvöllinn í flug, þar sem lestarnar voru allar uppbókaðar og okkur lá á að komast til Shanghai og Pekíng til að sækja um rússneska vegabréfsáritun. Í Shanghai tók svo við löng og skemmtileg leit að hostelinu okkar með leigubílsstjóranum.

Ég að skoða fiskana í tjörninni sem er í garðinum við hostelið okkar. Allt voða krúttlegt hérna.

Ég að skoða fiskana í tjörninni sem er í garðinum við hostelið okkar. Allt voða krúttlegt hérna.

Vöknuðum við þetta snemma fyrsta morguninn!  Hostelið okkar er við hliðina á skóla og áður en fyrstu tímarnir byrja er haldin morgunstund (alls ekki eins og morgunstundin í GÖ) á skólalóðinni þar sem krakkarnir marsera og gera morgunæfingar við mjög dramatíska lúðrasveitarhljóma. Mjög hressandi að fylgjast með þeim þegar maður skríður fram úr rúminu.

Vöknuðum við þetta snemma fyrsta morguninn!
Hostelið okkar er við hliðina á skóla og áður en fyrstu tímarnir byrja er haldin morgunstund (alls ekki eins og morgunstundin í GÖ) á skólalóðinni þar sem krakkarnir marsera og gera morgunæfingar við mjög dramatíska lúðrasveitarhljóma. Mjög hressandi að fylgjast með þeim þegar maður skríður fram úr rúminu.

Morguninn eftir drifum við okkur til rússneska konsúlsins í Shanghai. Fórum eldsnemma á fætur og þurftum síðan stærsta partinn úr morgninum til að finna það. Það var að sjálfsögðu lokað, eins og venjulega á þriðjudögum og fimmtudögum, svo við fórum að labba um borgina í leit að búð með ódýrum úlpum. Fundum ekkert slíkt og fórum því vel þreytt uppá hostel, Shanghai er falleg og skemmtileg borg þó að maður finni ekki það sem maður ætlar sér. Um kvöldið kynntumst við Rochelle, sem var með okkur í herbergi, og ákváðum að við myndum hitta hana daginn eftir, þegar við værum búin hjá konsúlnum. Hjá konsúlnum fengum við þær fréttir að við þyrftum að bíða í 10 daga eftir vegabréfsáritun, og ef við færum til Pekíng fengjum við hana mjög líklega bara alls ekki, svo við erum föst í Shanghai til 24. apríl og missum af Pekíng partinum af síberíuhraðlestarferðinni okkar. :/
Við fórum nú samt og hittum Rochelle, sem hafði fundið frakka að nafni Chloe, og fengum okkur hádegismat og fórum svo með þeim á hið stóra og mjög áhugaverða Shanghai Museum. Það var skemmtileg sjón.

Ég að skoða ljónastyttu á Shanghai Museum. Hún er sko eeeeldgömul!!

Ég að skoða ljónastyttu á Shanghai Museum. Hún er sko eeeeldgömul!!

Fín.

Fín.

Bjart er á Torgi fólksins í Sjanghæ!

Bjart er á Torgi fólksins í Sjanghæ!

Daginn eftir tókum við morgninum bara soldið rólega áður en við héldum á hið lítt þekkta „Propaganda Museum“, sem er safn af kínverskum áróðursveggspjöldum frá allri tuttugustu öldinni. Það veitti mjög sérstaka og skemmtilega sýn á sögu Kína undanfarna öld, og er eitthvað sem við mælum hiklaust með, þó að það hafi verið soldið erfitt að finna það. Það var einmitt hún Rochelle sem fékk okkur til að koma með sér á það, hún var með okkur allan þann daginn líka, og svo voru öll dorm uppbókuð á hostelinu um kvöldið, en við gátum reddað því með því að bóka tveggja manna herbergi með aukarúmi, og gistum þar öll þrjú saman.

Við vinkonurnar að njóta sólarinnar í garðinum við hostelið okkar!

Við vinkonurnar að njóta sólarinnar í garðinum við hostelið okkar!

Það var bannað að taka myndir inná áróðurs safninu svo við tókum bara mynd af skilti sem við fundum útá götu í staðin.

Það var bannað að taka myndir inná áróðurs safninu svo við tókum bara mynd af skilti sem við fundum útá götu í staðin.

Tóma peningaveskið mitt gaf frá sér hunguróp þegar við gengum þarna framhjá... JÁ við gengum bara framhjá, ég fór EKKI inn!!! :(

Tóma ferðalanga peningaveskið mitt gaf frá sér hunguróp þegar við gengum þarna framhjá… JÁ við gengum bara framhjá, ég fór EKKI inn!!! 😦

Kíktum á the Bund til að skoða skylineið og ég varð mjög glöð yfir því!

Kíktum á the Bund til að skoða skylineið og ég varð mjög glöð yfir því!

Tómas var líka rosa glaður!

Tómas var líka rosa glaður!

Við höfum verið mikið stoppuð útá götu hér í Kína og fengin í myndatöku. Annað hvort bara við tvö (oftast í leyni þá) eða með þessu indæla fólki sem er svona hrifið af okkur. Þarna voru nokkrar myndavélar í gangi, allir mjög spenntir! Mér fannst sérlega skemmtilegt þegar ég var beðin um að halda á barni við eina slíka myndatöku.

Við höfum verið mikið stoppuð útá götu hér í Kína og fengin í myndatöku. Annað hvort bara við tvö (oftast eigum við þá ekki að taka eftir því) eða með þessu indæla fólki sem er svona hrifið af okkur. Þarna voru nokkrar myndavélar í gangi, allir mjög spenntir! Mér fannst sérlega skemmtilegt þegar ég var beðin um að halda á barni við eina slíka myndatöku.

Tómas (þreyttur á myndatökum) og Perlan þeirra Kínverja.

Tómas (þreyttur á myndatökum) og Perlan þeirra Kínverja.

KoreanBBQ!

KoreanBBQ!

Afhverju ekki að pósa í Crocs búðinni?

Afhverju ekki að stilla sér upp í Crocs búðinni?

Tómas fínn í nýju úlpunni!

Tómas fínn í nýju úlpunni!

Í Metroinu.

Í Metroinu.

Við erum búin að vera í dulitlu veseni hér í Shanghai. Við erum semsagt föst hérna til 24. apríl útaf þessu visa-stússi hjá rússunum. Og við erum ekki með nein vegabréf, rússarnir eru með þau. Og svo virðist vera að hér í Shanghai verði maður að vera með frumrit skilríkja til að geta checkað sig inn á gististöðum. Þar af leiðandi verðum við að vera hér á þessu hosteli allan tíman okkar í Shanghai. En svo óheppilega vill til að öll herbergin hér eru fullbókuð fram á þriðjudag í næstu viku. Starfsfólkið hér er samt mjög indælt, og hefur sett okkur á biðlista þannig að þegar einhver afbókar fáum við það herbergi um leið, og ef enginn afbókar munum við fá að sofa á mjúku sófunum hérna niðri á veitingastaðnum/hangiaðstöðunni. Svo þetta reddast svona nokkurnveginn.

Sjanghæ er alveg frekar góður staður til þess að vera fastur á í nokkra daga, það verður nú bara að viðurkennast!

Sjanghæ er alveg frekar góður staður til þess að vera fastur á í nokkra daga, það verður nú bara að viðurkennast!

En já. Það er allt í bili.

Tómas Ari Sætamús skrifar frá Shanghai.

Tvær panó í lokin.

Bless í

bili!

bili!

Hoppandi kátína í Hong Kong!

Hið víðlesna og mis-spennandi Fimmtudagsblogg kemur á réttum tíma þessa vikuna.  Við erum búin að vera hér í Hong Kong alla vikuna, í þvílíku og öðru eins yfirlæti að orð fá því vart lýst.  Ég skal samt gera mitt besta. Svo verður líka eitthvað um það sem við erum búin að gera.

Þessi núðlusúpuétandi, ófókusaði, bátabúandi heili mun sjá um myndskreytingu og myndatexta bloggsins.

Þessi núðlusúpuétandi, ófókusaði, bátabúandi heili mun sjá um myndskreytingu og myndatexta bloggsins.

Á fimmtudaginn vorum við í lestum og netlaus að ferðast frá Hanoí til Hong Kong í gegnum Kína.  Við virðumst vera best í að ferðast svona í kringum mánaðarmót. Það var mjög kósý í næturlestinni frá Hanoí til Nanning, vorum vakin klukkan 02:30 til að fara í víetnamskt landamæraeftirlit, og svo aftur um 03:40 fyrir það kínverska. Kínverjarnir rótuðu í töskunum okkar í leit að einhverju. Líklega fíkniefnum eða sprengjum. Að sjálfsögðu var ekkert slíkt í okkar farangri, svo við hentumst beinustu leið á kínverska grund, með lágmarks stússi.

Í næturlestinni!  Það voru móðir og lítið barn með okkur í litla 4 manna klefanum svo þarna vorum við orðin pínu hrædd um að svefnfriðurinn myndi raskast útaf grenji. Svo kom í ljós að við erum bara of fordómafull gagnvart börnum því það hagaði sér betur en margir aðrir sem hafa deilt með okkur herbergi í þessari ferð.

Í næturlestinni!
Það voru móðir og lítið barn með okkur í litla 4 manna klefanum svo þarna vorum við orðin pínu hrædd um að svefnfriðurinn myndi raskast útaf grenji. Svo kom í ljós að við erum bara of fordómafull gagnvart börnum því það hagaði sér betur en margir aðrir sem hafa deilt með okkur herbergi í þessari ferð.

Suður-kínverska landslagið að taka á móti okkur.

Suður-kínverska landslagið að taka á móti okkur.

Þegar við lentum á Nanning vorum við skal ég ykkur segja komin til Kína! Þar er mikið af fólki, og nýr gjaldmiðill. Og eins og ég komst að eftir þrjár tilraunir, hraðbanka lyklaborð sem snúa öfugt. Og svona um mánaðarmót vill til að mitt kort er eina með heimild, og ekkert net í nánd þar sem hægt er að leggja inná þau. Ég náði sem betur fer að hringja í neyðarsíma Borgunar, en kortið var ennþá læst eftir það. Og líka eftir klukkutíma bið í hraðbanka lobbíinu. Þá hringdi ég aftur, og indæli maðurinn sem kynnti sig í annað sinn einfaldlega sem „vaktþjónusta“ tjáði mér að klukkan væri hálf fjögur um nótt á Íslandi, og að hann ætlaði að reyna aftur að aflæsa kortinu. Ég þakkaði „vaktþjónusta“ fyrir og blessunarlega tókst mér að taka út nokkur yuan eftir það. Mamma hefði eflaust ekki fílað að fá símhringingu klukkan hálf fjögur og vera beðin um að vinsamlegast kíkja á netbankann minn og greiða inná hitt kortið vinsamlegast. Þó hún hefði gert það, eins og allt sem ég bið hana um. 🙂

Mín viðbrögð við öllu þessu fári voru nokkurn vegin svona.

Mín viðbrögð við öllu þessu fári voru nokkurn vegin svona. A.T.H. þessi mynd er tekin í Hong Kong en ekki í lestarævintýrinu. Einnig er hún sviðsett.

Þá áttum við pening, og gátum loksins farið að huga að lestarmiðum til Guangzhou. Við stigum inní stóran sal með u.þ.b. þrjátíu sölubásum á innveggnum, og a.m.k. fimmtíu manna röðum við hvern þeirra. Við biðum við þann sem á stóð „English“ í sirka fjörutíu mínútur og báðum um hraðlestarmiða til Guangzhou. Við fengum þessa líka fínu lestarmiða, en var svo tjáð að við þyrftum að fara á aðra lestarstöð. Við splæstum í taxa. Eftir eina lengstu leigubílaferð allra tíma komum við á Nanning Dong stöðina, og borguðum minna fyrir en startgjaldið er heima. Þetta voru líklega 40 – 50 mín á fleygibruni um götur Nanning.

Fyrsta hraðlest ferðarinnar!

Fyrsta hraðlest ferðarinnar! A.T.H. þessi mynd er tekin á spjaldtölvuna mína en það er einstaklega erfitt að finna eitthvað jákvætt að segja um myndavélagæðin sem hún býr yfir.

Rúmum fimm tímum eftir að við komum til Nanning settumst við því uppi hraðlest. Hraðlestin fór hratt og örugglega, og áður en við vissum af vorum við búin að kaupa miða, borða McD’s og komin uppí hraðlest til Shenzhen. Sú fór mest á 302 km/klst. Það var hratt, en maður tók ekki mikið eftir því þar sem farið var að myrkva.

Ég var vandræðilega spennt þegar ég fylgdist með hraðamælinum.

Ég var vandræðilega spennt þegar ég fylgdist með hraðamælinum.

Í Shenzhen lá leið okkar í metroið, að landamærunum.  Frá endastöð neðanjarðarlestarinnar fórum við gangandi inn í Hong Kong.  Á leiðinni stoppaði okkur maður og fékk að taka mynd af sér með okkur á fínu digital cameruna sína. Eftir lítið landamæraeftirlit gengum við í metroið og þaðan sem leið lá í leigubíl heim til Strúllu og Bjarka og Jóhönnu og Tómasar nafna míns. Reyndar rataði fyrsti bílstjórinn ekki, svo við þurftum eftir mikla umsnúninga, símtöl og yfirheyrslur saklausra vegfarenda að skipta um leigubíl.. Á endanum komumst við þó í litlu, fínu íbúð indælu fjölskyldunnar. Þar fengum við konunglegar móttökur. Klukkan var orðin alltof margt, en ábúendur voru engu að síður til í að leyfa okkur að buna yfir sig ferðasögum og plönum. Síðan fengum við bestu sturtu ferðarinnar hingað til og svo líklega með betri nætursvefnum. Skammarlegt að segja frá því, en við náðum að sofa til hádegis, sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð.

Ýmislegt var gert sér til dundurs í þessum skemmtilega hádegis/morgunmat.

Ýmislegt var gert sér til dundurs í þessum skemmtilega hádegis/morgunmat.

Daginn eftir náðum við á endanum að vakna, og fengum að hitta Tómas litla og Jóhönnu litlu, og borða morgunmat á meðan þau borðuðu hádegismat.  Síðan kom Bjarki heim og við fórum með honum og Tómasi litla á bátinn hjá Huldu systur hans Bjarka, og Steindóri manninum hennar.  Þetta var fínasti bátur, og þar nutum við föstudagsins langa ásamt heilli hersingu af Íslendingum. Það var gaman að hitta hjónin Karítas og Kjartan hér á hjara veraldar(miðað við Ísland) og son þeirra hann Hauk, sem er búinn a búa í Kína í næstum tvö ár. Og Elvar, sem er búinn að búa hér í Hong Kong í nokkurn tíma, og vinnur fyrir hann Steindór. Þeir bjuggu yfir miklum fróðleik um Kína.  Við höfðum líka nóg að segja, og það var gott að geta talað íslensku við aðra íslendinga eftir langt hlé.  Við sigldum aðeins út fyrir bátalónið þar sem þau Steindór og Hulda búa á bátnum sínum, og páskamaturinn var nýsjálenskt lambalæri með sveppasósu, tempura humar salat, hörpudiska seviche og unaðslegt kartöflusalat.  Veðrið lék við okkur(samt ekki sól), og þó við höfum ekki komist á skíði var þetta sérlega góður langur föstudagur.

Þarna var mjög gott að sitja, spjalla og borða.

Þarna var mjög gott að sitja, spjalla og borða.

Jullan góða í siglingu við strendur háskólahverfis í Hong Kong.

Jullan góða í siglingu við strendur háskólahverfis í Hong Kong.

Eftir æðisgengna veislu þökkuðum við fyrir okkur og hann Bjarki skutlaði okkur yfir í bátinn hans og Strúllu, þar sem við höfum haft höfuðstöðvar undanfarna viku.  Hér er allt til alls, rafmagn, gaseldavél, ísskápur og stærðarinnar, þæginlegt rúm.  Þetta er stærðarinnar bátur, og það er alveg unaðslegt að fá að gista hérna, hér er maður líka langt frá usla borgarinnar, og einu hljóðin sem við heyrum á kvöldin eru litlu öldurnar að rugga okkur í svefn.  Og því áttum við ekki í miklum vanda við að sofna þó við höfðum sofið til hádegis.

Heimili okkar síðustu vikuna!

Heimili okkar síðustu vikuna!

Laugardaginn fyrir páska var síðan blíðskaparveður, og við vöknuðum snemma og elduðum okkur þann yndislega og vanmetna þjóðarrétt Íslendinga, hafragraut.  Við tókum julluna í land og röltum upp veginn heim til Strúllu og Bjarka, þar sem við fengum nægju okkar af kaffi, lékum við börnin og spjölluðum við foreldrana lengi framan af degi.

Tómas að njóta þess að stýra jullunni!

Tómas að njóta þess að stýra jullunni!

Það er alls ekki leiðinlegt að heimsækja þessa grallara.

Það er alls ekki leiðinlegt að heimsækja þessa grallara.

Það var ekki fyrr en eftir hádegi og eftir að það var búið að tæma rotþró hússins sem við ákváðum að fara yfir til Hong Kong eyjar, og ætluðum okkur að nýta góða veðrið í að kíkja uppá Peak með því sem kallast Peak Tram, og er bæði gamalt og frægt hér í bæ. Röðin í tramið var því miður alveg þó nokkrir hundruðir metra, svo löng að eftir netta fjallgöngu upp brekkuna í leit að endanum á henni gáfumst við upp og fórum bara að rölta um miðbæinn í staðinn.

1/5 af röðinni...

C.a. 1/5 af röðinni…

Skýjakljúfrar í miðborginni.

Skýjakljúfrar í miðborginni.

Borgarrölt.

Borgarrölt.

Við skoðuðum Hong Kong park, fengum okkur ís og kíktum í nokkur lítil moll. Þar sem öll fötin mín voru skítug var ég í fína, vínrauða „I ❤ Cambodia“ ermalausa og flegna bolnum mínum, og ég skammaðist mín svo mikið innan um allar fínu hátísku búðirnar að ég dskottaðist inní TopShop og keypti mér þennan líka fína bátabol, sem kom sér síðan rosalega vel um borð í bátnum.

Hong Kong Park. Skemmtilegt hvernig náttúran og ónáttúran blandast saman!

Hong Kong Park. Skemmtilegt hvernig náttúran og ónáttúran blandast saman!

Tómasi að finnast hann vera underdressed.

Tómasi að finnast hann vera underdressed.

Á páskadag fórum við í búðina, og keyptum okkur kaffi og vatn og núðlur og kók. Svo komu Strúlla og Bjarki með börnin á bátinn, og síðan líka Steindór og Hulda með dætur sínar, Vöku og Sögu. Það voru grillaðir hamborgarar og síðan borðuðum við súkkulaði í stað eggja. Við sátum síðan langt fram á kvöld og áttum gott páskadagskvöld með skemmtilegu fólki.

Ef ég væri ekki fátækur ferðalangur þá hefði þetta verið páskaeggið mitt...

Ef ég væri ekki fátækur ferðalangur þá hefði þetta verið páskaeggið mitt…

Já hann Tómas gleymdi að minnast á hvað við fengum geggjað veður á páskadag. Mátulega stór hluti af deginum fór í að sleikja sólina í rólegheitunum.

Já hann Tómas gleymdi að minnast á hvað við fengum geggjað veður á páskadag. Mátulega stór hluti af deginum fór í að sleikja sólina í rólegheitunum.

Yndisleg mæðgin!

Yndisleg mæðgin!

Tómas var gríðarlega spenntur yfir þessu.

Tómas var gríðarlega spenntur yfir þessu öllu!

Litli Tómas og Stóri Tómas eins og þeir hafa verið kallaðir síðustu daga til að forðast allan misskilning.

Litli Tómas og Stóri Tómas eins og þeir hafa verið kallaðir síðustu daga til að forðast allan misskilning.

Við vinkonurnar að hafa það afskaplega huggulegt.

Við vinkonurnar að hafa það afskaplega huggulegt.

Páskafánaljósaskiptamynd.

Páskafánaljósaskiptamynd.

Á mánudaginn fórum við með Strúllu niður í bæ og ætluðum að fara í Peak Tram og skoða nokkrar tölvubúðir og stóru Applebúðina og taka svo ferjuna yfir á meginlandshluta Hong Kong(Strúlla og Bjarki búa þar) til að sjá ljósasjóvið sem átti að vera á eynni, en við byrjuðum óvart á því að fara í nokkrar tölvubúðir, fundum flotta Asus ZenBook tölvu sem Arnheiði leist svona líka rosalega vel á(hún er þynnri en nýja MacBook, og með fullt af tengjum) að við keyptum hana bara óvart! Svo nenntum við ekki að bera hana uppá fjallstopp, og sáum ekki tilgang í að fara í Apple búðina með fínu nýju PC tölvuna hennar Arnheiðar, svo við fórum bara í miðbæjar-tramið til að virða miðbæinn fyrir okkur, og þetta var skemmtilegur máti til þess. Svo fórum við bara heim í bátinn, og Arnheiður sökkti sér í nýju tölvuna sína.

Stóri Tómas, núðlurnar hans og núðlurnar mínar á mjög kínverskum matsölustað í miðborginni. Prjónahæfileikarnir eru orðnir rosalegir, sérstaklega hjá Tómasi!

Stóri Tómas, núðlurnar hans og núðlurnar mínar á mjög kínverskum matsölustað í miðborginni. Prjónahæfileikarnir eru orðnir rosalegir, sérstaklega hjá Tómasi!

Ég í miðbæjartraminu, rosalega spennt yfir rúntinum og nýju tölvunni.

Ég í miðbæjartraminu, rosalega spennt yfir rúntinum og nýju tölvunni.

Tramgata.

Tramgata. Þetta er með líflegri borgum sem við höfum heimsótt í þessu ferðalagi okkar, verður að viðurkennast.

Útsýnið úr traminu.

Útsýnið úr traminu.

Kassaopnunarspennan í hámarki en samt gefur maður sér tíma í myndatöku. Sjálfsaginn krakkar mínir, sjálfsaginn!

Kassaopnunarspennan í hámarki en samt gefur maður sér tíma í myndatöku. Sjálfsaginn krakkar mínir, sjálfsaginn!

Við tókum því svo rólega daginn eftir, kíktum í heimsókn til Strúllu og Bjarka, og þar kviknaði sú hugmynd að ég myndi bara skella í Tómasarpizzur um kvöldið. Við Arnheiður fórum til Sai Kung, sem er svona úthverfabær Hong Kong hérna á meginlandinu í nágrenni við það ennþá meira úthverfi sem Strúlla og Bjarki búa í. Þar versluðum við pizzunauðsynjar, og ég skellti saman allt of mörgum pizzum og svo borðuðum við alltof margar pizzur. Eða allavega ég, ég ætla ekki að tala fyrir aðra. Það var skemmtilegt að fá loksins að stunda smá pizzabakstur eftir langt hlé. Þegar við komum heim í bátinn var síðan byrjað að rigna smá, og um miðnætti var komið hávaðarok og ég verð að segja að maður verður meira var við vind þegar maður sefur í bát heldur en þegar maður sefur í húsi. Við sváfum samt vel!

Fengum tvo laumufarþega uppí bátinn.

Fengum tvo laumufarþega uppí bátinn.

Tómas og Jóhanna og Tómas pizzugerðarmenn í essinu sínu!

Tómas og Jóhanna og Tómas pizzugerðarmenn í essinu sínu! Strúlla (og smá Bjarki) fylgist spennt með.

Fórum í smá myndaflipp.

Fórum í smá myndaflipp.

NAMM ÞAÐ VAR SVO GOTT AÐ FÁ LOKSINS TOMMAPIZZU AÐ ÉG TÁRAST!!!

NAMM ÞAÐ VAR SVO GOTT AÐ FÁ LOKSINS TOMMAPIZZU AÐ ÉG TÁRAST!!!

Pizzakvöldið endaði með svona kósýheitum. Stóri Tómas, Litli Tómas, Jóhanna, ég og Bósi.

Pizzakvöldið endaði með svona kósýheitum. Stóri Tómas, Litli Tómas, Jóhanna, ég og Bósi. Ég er sú eina af mannfólkinu sem mundi eftir að pósa fyrir myndavélina. Bósi var með aðeins myrkari svip en ég samt en hann virti myndavélina allavega viðlits.

Svo í gær fórum við Arnheiður galvösk til rússneska konsúlsins að sækja um vegabréfsáritun svo við gætum tekið lest í gegnum Síberíu eftir tæpan mánuð. Kom þá í ljós að við getum ekki gert það hér. Þá fórum við bara út að borða og gengum síðan niður á bryggju og tókum Stjörnferjuna yfir á meginlandið, þar sem allar H&M búðir Hong Kong nema ein eru, og síðan líka Hong Kong Museum of History. Við keyptum okkur bæði bugsur í H&M, og skoðuðum bæði alla króka og kima þessa risastóra safns. Inni í því má meðal annars finna raunstærðar líkan af verslunargötu í Hong Kong tuttugustu aldarinnar. Svo fórum við heim, og sigldum útí bát í kvöldrökkrinu. Það var þægilega napurt, og því þótti okkur notalegt að skríða undir sæng í rugginu þegar við höfðum lokið við máltíðir og svona. Arnheiður fór smá í fínu tölvuna sína.

Gosbrunnur fyrir utan bygginguna sem hýsir rússneska konsúlinn. Í honum má ekki róa.

Gosbrunnur fyrir utan bygginguna sem hýsir rússneska konsúlinn. Í honum má ekki róa.

Sama bygging.

Sama bygging.

Háhýsi í Hong Kong borg.

Háhýsi í Hong Kong borg.

Sömu háhýsi (og fleiri) séð frá Starferry.

Sömu háhýsi (og fleiri) séð frá Starferry.

Á siglingu.

Á siglingu.

Risabrúður í Hong Kong Museum of History.

Risabrúður í Hong Kong Museum of History.

Ég var með þetta horn standandi úr ,,hárgreiðslunni" minni allan daginn og sá það bara þegar ég skoðaði myndirnar áðan :(

Ég var með þetta horn standandi úr ,,hárgreiðslunni“ minni allan daginn og sá það bara þegar ég skoðaði myndirnar áðan 😦

Hluti af nýlendugötunni. Það var mjög skemmtilegt og fróðlegt að ganga um þetta safn. Gaf okkur skemmtilega innsýn í sögu svæðisins frá hinum ýmsu tímum.

Hluti af nýlendugötunni. Það var mjög skemmtilegt og fróðlegt að ganga um þetta safn. Gaf okkur skemmtilega innsýn í sögu svæðisins frá hinum ýmsu tímum.

Endurgera sögulegan atburð.

Endurgera sögulegan atburð.

Saltfiskgerðin.

Saltfiskgerðin.

Séð úr hefðbundnu kínversku brúðkaupi.

Séð úr hefðbundnu kínversku brúðkaupi.

Nýlendugötuhorn!

Nýlendugötuhorn!

Við munum líklega bara enda á því að sækja um rússneska vísað í Kína, vonum að það gangi. Veran hér Í Hong Kong er búin að vera alveg hreint æðisleg! Við erum bara búin að vera að taka því svona nokkuð rólega, borða góðan mat, sóla okkur uppi á dekki og njóta þess að vera með heila fljótandi íbúð útaf fyrir okkur. Strúlla og Bjarki eru gestrisnin uppmálið, og börnin þeirra eru alveg ótrúlega skemmtileg. Við erum þeim alveg rosalega þakklát fyrir að taka svona vel á móti okkur og eyða paskafríinu sínu með okkur. Það var líka mjög gaman að hitta Huldu, Steindór og dætur þeirra. Takk kærlega fyrir okkur, vonandi getum við endurgoldið greiðan einn daginn! Tómas Ari buxnakaupmaður skrifar frá Hong Kong.

Harry Potter lesandi Arnheiður kveður í bili! P.S. erum búin að hafa það ólýsanlega gott hérna í Hong Kong og það er eiginlega pínu leiðinlegt að vera að fara. En ævintýrin gerast ekki að sjálfu sér! Takk Strúlla, Bjarki, Jóhanna, Tómas og allir hinir <3

Harry Potter lesandi Arnheiður kveður að sinni! P.S. erum búin að hafa það ólýsanlega gott hérna í Hong Kong og það er eiginlega pínu leiðinlegt að vera að fara. En ævintýrin gerast ekki að sjálfu sér!
Takk Strúlla, Bjarki, Jóhanna, Tómas og allir hinir ❤

Alltof sein í Halong Bay!

Góðan og blessaðan Sunnudag. Það hafa orðið tafir og frestanir á bloggfærslu vikunnar, en örvæntið ekki, hér kemur hún.

Arra er myndskreytari að venju.

Arra er myndskreytari að venju.

Eins og ég minntist á í síðasta bloggi var veðrið tiltölulega temprað þegar við komum til Hanoí. Það hélst fyrstu tvo dagana, en eftir það var sól, blíða og hiti. Það er víst talið ákjósanlegt veður til að kíkja á Halong Bay, svo við Arnheiður ákváðum að drífa okkur bara. Afstaðslagning var á laugardaginn, svo við vörðum föstudegi í borgarráp. Við þurftum að borga fyrir kínverska vísað í einhverjum banka sem er mjög langt frá sendiráðinu, og tókum ekki taxa, heldur löbbuðum. Það var fínt í sólinni!

Tómas á göngu í Hanoínu okkar.

Tómas á göngu í Hanoínu okkar. Sumarið byrjaði akkúrat daginn eftir að við mættum að svæðið.

Í Hanoí er prýðilegt úrval af tölum.  Það var víst þannig í gamla daga að hver gata innihélt búðir sem seldu bara eitthvað ákveðið og svo voru göturnar nefndar eftir söluvörunni. Þetta var líklegast tölugata.

Í Hanoí er prýðilegt úrval af tölum.
Það var víst þannig í gamla daga að hver gata innihélt búðir sem seldu bara eitthvað ákveðið og svo voru göturnar nefndar eftir söluvörunni. Þetta var líklegast tölugata.

Svo leituðum við að rússneska sendiráðinu, sem er þar nokkurn vegin nálægt, en það gekk misvel að finna það. Misvel, þ.e. við fundum það ekki.  Töxuðum okkur bara heim, gjörsigruð af hitanum og Rússunum.
Hanoí býr yfir ríkri götumatarmenningu, og við skelltum okkur á nokkur götuhorn á meðan á dvölinni stóð! Þar fær maður aðallega núðlusúpur með grænu og rauðu, og svo vorrúllur. Vorrúllurnar sem ég fékk voru gerðar með hrísgrjónavefju sem elduð var á staðnum og étin ósteikt. Verulega gott.

Eini götumaturinn sem við mundum eftir að taka mynd af í Hanoí var líka í síðasta bloggi.

Eini götumaturinn sem við mundum eftir að taka mynd af í Hanoí var líka í síðasta bloggi.

Þegar við fórum á Halong vorum við sótt á hótelið um átta leytið, og keyrðum okkur um þrjá tíma.  Á leiðinni kynntumst við aðeins fólkinu sem var svo með okkur á bátnum. Fyrir einskæra tilviljun voru þar tveir kanadískir strákar sem voru með okkur í feisbúkk hóp sem átti að vera við og köfunarskóla félagar okkar frá Koh Tao, því við vorum að spá í að fara saman í Full Moon partý. Hinir úr hópnum fóru, en við treystum okkur ekki því ég braut símann. Hinir hittu svo skemmtilega stráka á eynni og bættu þeim í hópinn, og það voru akkúrat þessir tveir strákar sem voru í rútunni. Við þekktum þá ekki í sjón, en þetta uppgötvaðist þegnar þeir fóru óvart að tala um köfunarskóla á Koh Tao, og nefndu Ölshu á nafn, sem er ekki algengt nafn, og kveikti því á minni peru. Tilviljun.

Þetta voru fagnaðarfundir!

Þetta voru fagnaðarfundir!

Eftir bíltúrinn fórum við með litlum bát um borð í bátahótelið sem sigldi svo með okkur um flóann. Við heimsóttum fallega dropasteinshella og fengum að fara á kajak í þessu líka gríðarfallega landslagi, innan um allar þessar eyjar.

Hellachill. Allir urðu mjög vandræðalegir þegar gædinn spurði okkur hverju einn kletturinn líktist. Eina svarið sem hann fékk var ,,ehhm... gíraffi?"

Hellachill. Allir urðu mjög vandræðalegir þegar gædinn spurði okkur hverju einn kletturinn líktist. Eina svarið sem hann fékk var ,,ehhm… gíraffi?“

Halong.

Halong.

Siglum áfram.

Siglum áfram.

Strand.

Strand.

Á kæjjjaaaagg!!!

Á kæjjjaaaag!!!

What a fun.

What a fun.

Fólkið sem var með okkur á bátnum voru 12 talsins. Þau voru frá nokkrum löndum, Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Víetnam og Írlandi. Öllum kom mjög vel saman, og við kynntumst fólkinu ágætlega.  Þó sérstaklega þeim frá enskumælandi löndunum. Við fengum góð ráð um Kína frá Richard(Írland), sem sagði okkur líka sitthvað um Suður Kóreu.  John(England) og Trisha(Bandaríkin) höfðu líka sitthvað að segja um Suður Kóreu, en þau þrjú höfðu búið þar í nokkur ár að kenna börnum ensku. Svo gátu John og Trisha líka ráðlagt okkur aðeins fyrir restina af dvölinni í Hanoí, því þau hafa búið þar undanfarið ár.

Yndislega skemmtilegi hópurinn okkar! Just a bunch of snillings.

Yndislega skemmtilegi hópurinn okkar! Just a bunch of snillings.

Um kvöldið var fínn matur og happy hour á barnum, svo við fengum okkur smá og vörðum síðan kvöldinu í að reyna að veiða smokkfisk. Samtals náðust þrír dvergvaxnir smokkfiskar og eitt síli, sem var svo allt frelsað.

Spennandi veiðingar.

Spennandi veiðingar.

Náðum skvid (condomfish).

Náðum skvid (condomfish).

Við sváfum eins og englar í bátnum, smá rugg í og úr svefni gerði gæfumuninn. Daginn eftir var svo tekinn góður sýnisrúntur um Halong Bay og svo heimsókn á ostruræktun, þar sem ostrur eru ræktaðar fyrir perlur.

Gædinn okkar á ostru/perlu ræktuninni.

Gædinn okkar á ostru/perlu ræktuninni.

Mér fannst þetta rosa fallegt.

Mér fannst þetta rosa fallegt.

Mjög skotin í þessu landslagi!

Mjög skotin í þessu landslagi!

Marglitta á sterum.

Marglitta á sterum.

Gefa klikkað svöngum fiskum að éta!!!

Gefa klikkað svöngum fiskum að éta!!!

Það er eiginlega þæginlegra að lýsa Halong í myndum, svo ég læt Arnheiði það eftir.

Engin orð.

Engin orð.

Báta sjill.

Báta sjill.

Mhm.

Mhm.

Þetta voru alveg ótrúlega skemmtilegir dagar á þessum íðilfagra flóa, og gaman að kynnast þessum breiða og hressa hópi.  Við fengum þarna klárlega nokkrar af þessum sérlega góðu minningum sem við höfum verið að sanka að okkur undanfarna mánuði!  Ferðin frá Halong aftur til Hanoí var síðan svipuð og hin leiðin, og fórum við uppá hótelið okkar og spurðum úti lestar til Nanning í Kína. Fengum góð svör og ákváðum að flýta brottför fyrst við fengum kínverska vísað strax daginn eftir. Tími okkar í Hanoí hafði annars bara þokkalegan stórborgarbrag, mikið af kaffihúsabrölti en lítill bjór sökum þess hve stór hluti af ráðstöfunarfé okkar fór í vegabréfsáritun og Halong Bay. Göngutúrar um Hanoí fóru í að virða fyrir sér mannmergðina og fjölda trjáa. Svo lögðum við í hann til Hong Kong á miðvikudagskvöld, með næturlest til Nanning.

Að senda framtíðar mér skilaboð á póstkorti. Aðeins að leyfa sér sko. Já, ég minnti mig á að njóta lífsins og að kaupa frímerki.

Að senda framtíðar mér skilaboð á póstkorti. Aðeins að leyfa sér sko.
Já, ég minnti mig á að njóta lífsins og að kaupa frímerki.

IMG_9257

Hanoí að skarta sínu fegursta.

Mjög gott að vera í Hanoí.

Mjög gott að vera í Hanoí.

Framhaldið kemur svo núna á fimmtudaginn, svo það er stutt að bíða. Til að vega upp á móti löngu bið þessarar viku.

Tómas Ari borgarstrákur skrifar frá Hong Kong.

Hæ og bless og allt hvaðeina.

Hæ og bless og allt hvaðeina.

Ég kveð að sinni í túristagallanum.

Ég kveð að sinni í túristagallanum. Hlakka til að segja ykkur frá huggulegheitunum í Hong Kong!

Hann & hún í Hoi An & Hanoí

Góðann morgun Víetnam. Þegar ég lauk við síðasta blogg sat ég í hægðum mínum á kaffihúsi í Ho Chi Minh. Núna erum við turtildúfurnar komnar til Hanoí, eftir þrjár langar rútuferðir.

image

Lenín og myndskreytari bloggins að pósa saman í Hanoí í dag

Fyrst lá leið okkar frá forsetanefndu borginni Ho Chi Minh til strandaborgarinnar Nha Trang með þessari líka fínu næturrútu. Arnheiður hafði reyndar fundið til ýmisskonar einkenna sem bentu til einhvers ójafnvægis eða veikinda hjá henni, svo við vorum næstum hætt við og farin á sjúkrahús. Við ákváðum þó að það væri ekkert verra að fara á sjúkrahús í Nha Trang um leið og við kæmum þangað.

image

Nha Trang. Það er btw alveg í lagi með mig þótt ég hafi þurft að fara til doksa.

Við byrjuðum á að henda töskunum okkar inná hostelið okkar og hlupum síðan á spítalann. Þar fékk Arnheiður túlk sem var bálskotinn í henni, lækni sem talaði enga ensku(ástæðan fyrir túlkinum), ómskoðun, greiningu og lyf sem svínvirkuðu. Þegar sú ferð var frá gátum við áhyggjulaus byrjað að njóta Nha Trang, svo við strönduðum það sem eftir var dags.

image

Strandar Tómas í stöði! (það er ekki gaman að fara til læknis þegar það er einhver gaur að segja að þú sért falleg, spurja hvort ég væri nokkuð gift og að reyna sitt besta til að spjalla við mig um Írland því hann náði því ekki að ég væri ekki þaðan).

Daginn eftir keyptum við okkur miða í Vinpearl skemmtigarðinn!! Þar er fullt af hellings gamani. Hann er á sinni eigin eyju, og til að komast þangað þarf maður annaðhvort að taka bát, eða fara í kláf yfir sjóinn. Að sjálfsögðu gerðum við það seinna, og eftir kláfinn byrjuðum við að sjálfsögðu í vatnsrennibrautagarðinum, til að heiðra bangsann okkar, hann Vatnsrennibrautagarðar.

image

Blendnar tilfinningar. Lofthræðsla, spenna, aðdáun og söknuður. Já, ég sakna Vatnsrennibrautagarðars 😥

image

Fagglegt og pínu sgerí 🙂 🙂

Það var virkilega skemmtilegt. Svo fórum við líka á höfrungasýningu, borðuðum rosalega góða ástralska skyndibitaborgara og skoðuðum fiskana og skriðdýrin í sædýrasafninu.  Við erum ekki stærstu rússíbanaaðdáendurnir, svo við slepptum þeim.  Eftir níu tíma í Vinpearl fórum við.

image

Vinpöööörl!

image

Tómas að bíða eftir höfrungasýningu. Mér finnst hann sætari en höfrungarnir

Við skemmtum okkur prýðilega í kláfnum á bakleiðinni, eftir u.þ.b. 50 mín biðröð. Þar var Víetnömsk fjölskylda sem vildi endilega fá að vita hvað við værum gömul, hló mikið, og sagði svo að Arnheiður og neðri vörin mín(í sitthvoru lagi) væru falleg, og sagði að við ættum að giftast. Við kvöddumst um leið og við stigum útúr kláfnum, sem var eins gott afþví það var bara ein leið útúr húsinu, og hún var ekkert sérlega stutt.

image

Fannst of vandræðalegt að taka mynd af þessu indæla fólki svo ég tók bara mynd af útsýninu og hárinu þeirra.

Dagurinn eftir það var ekkert svo spennandi. Kynntum okkur smá vegabréfsáritanir fyrir Rússaland og Kínverjaland og slöppuðum af. Andlegur undirbúningur fyrir rútuferð til Hoi An. Kaffihús. Víetnamskt kaffi er mjög gott. Nóg af klaka og sætri mjólk. ! . Vá.

image

Hefðbundin sjón í kaffi og sætmjólkur elskandi Víetnam. Hjarta.

image

Fengum okkur líka mat hjá þessum snilla. Tómas gleymdi líka að segja að á einu kaffihúsinu gleymdum við að borga og urðum að fara aftur og þá var greyið afgreiðslustúlkan hálf grátandi því hún tók ekki eftir okkur fara. Tómas hélt líka allan daginn á klukkan væri tveim tímum fyrr en hún var, hann tapaði því tveimur klukkutímum þegar ég sagði honum hvað klukkan var. Ég hló í klukkutíma.

Hoi An var síðan óvart miklu meira næs en við bjuggumst við. Höfðum ruglast á bæjum í undirbúningi, svo allt í einu vorum við komin í gamlan bæ á lista UNESCO yfir „World Heritage Sites“. Degi á undan áætlun.

image

Ég var sko ánægð með þetta.

image

Ég að labba með bakpoka eftir þröngu stræti.

image

Barnafata gínurnar voru heldur mikið farðaðar fyrir minn smekk.

image

Fílíngur.

Gamli bærinn var mjög mjög flottur og skemmtilegur, við fallegan árbakka með fullt af sætum og kósý kaffihúsum og veitingastöðum. Við nýttum okkur það vel, og gátum svo meira að segja verslað örlítið innan um risastóra markaði og ógrynni af búðum. Hoi An var alveg ótrúlega fallegur bær og við vörðum tveimur dögum í að skoða okkur um og njóta, og það var virkilega næs.

image

Gott moment þegar ég hélt að þessi hressa dama væri að segja okkur að taka mynd af sér og svo skellti hún allt í einu græjunum á mig og sagði Tómasi að taka mynd.

image

Tómas og bjór í sólsetrinu.

image

Get ekki neitað því að Saigon bjórinn bragðaðist betur í þessu umhverfi en nokkurs staðar annarsstaðar.

image

Hann varð meira að segja að fyrirsætu í sólsetrinu!

image

Veitinga menningin!

Við tók síðan rúta beinustu leið til Hanoí, 16 tímar. Okkur lá soldið á til að geta verið viss um að umsókn okkar um vegabréfsáritun fyrir Kína og Rússland yrðu tilbúin á réttum tíma, annars hefðum við kannski tekið lengri tíma á milli Ho Chi Minh og Hanoí.

image

Skemmtilegur fílingur í Hanoí.

Á leiðinni var brjáluð rigning, og það lak ekkert smá innum rúðuna hjá sætinu hennar Arnheiðar, og hún ákvað loksins að færa sig þegar hún var orðin rennblaut og frekar köld. Það var sem betur fer hægt, rútan var ekki full. Þegar við mættum til Hanoí í gær var síðan það sem kemst bara frekar nálægt grámyglulegum morgni í Reykjavíkurborg. Vantaði bara aðeins lægra hitastig, en mér leið mjög vel að fá smá hlé frá sólinni, örlítinn rigningarúða og rétt um 22°C. Draumaveður eftir steikjandi hita og sól í rúma tvo mánuði(sem er samt alveg líka gaman). Hér er nóg af töff tjörnum og stórum trjám, og það var ekki leiðinlegt að rölta um bæinn í gær.

image

Ég og ein af þessum tjörnum. Mér líkar vel við þokukennda veðurfarið hérna. Það er sjarmerandi og þokkafullt.

image

Tómas og Lenín styttan að vera kúl.

image

Hænur og hani á gangstétt í Hanoí.

image

Götumatur er góðgæti á góðu verði sem gleður og göfgar.

Við sóttum svo um kínverskt visa í morgun og fáum það í tæka tíð!(ef við fáum það) Á meðan við bíðum ætlum við til Halong Bay. Það verður pottþétt snilld. Ég keypti mér líka sokka í morgun, og náði loksins að kaupa nýjar buxur í gær, eftir að hafa gengið í götóttum buxum í næstum viku.

image

Nokkrir bentu, sumir hlógu. Innst inni er Tómas glaður yfir því að hafa glatt borgarbúa á meðan leit að nýjum buxum stóð yfir.

Tómas Ari buxnaböðull skrifar frá Hanoí.

image

Hressa fólkið segir bless í bili!

Víðsjárverð í Víetnam

image

Ég, Arnheiður, hef aftur tekið það að mér að vera myndskreytari fimmtudagsbloggsins. Hér er ég að fara ofan í holu.

Góðan dag kæra hersing. Nú er komið að elleftu fimmtudagsfærslunni! Merkilegt hvað tíminn flýgur hjá þegar maður er á svona ferðalagi. Það eru sjö fimmtudagar eftir, svo þessir fjórir mánuðir eru vel rúmlega hálfnaðir. Svona fyrir forvitna 🙂

image

Virðist vera svo stutt síðan við vorum bara tveir litlir kjánar sem vissu ekkert útí hvað þau væru að fara og kunnu ekki einu sinni á GoPro myndavélina hans Hlyns og tóku fullt af nákvæmlega svona myndum.

Eftir að hafa skoðað Angkor Wat varð Arnheiður fárveik, og vorum við því farlama framan af þessari viku(vikurnar okkur byrja á fimmtudögum). Við gátum samt kíkt á nokkra ágæta veitingastaði, og ég gat svolgrað í mig nokkrum hrímhéluðum. Og við gátum keypt okkur skó á spottprís, sem eiga líklega eftir að nýtast í kuldanum í Síberíu. Á laugardaginn lét svo Arnheiður sig hafa það og við röltum aðeins út í nóttina. Fengum við að sjá Ladyboy sýningu, sem var rosalega skemmtilegt, þeir dönsuðu og lip-synkuðu fyrir okkur og fleiri. Eftir það var klukkan orðin nálægt miðnætti, svo við héldum heim í háttinn. Svefn er víst besta meðalið.

image

Glæsileg!

image

Hefði viljað kynnast þessari götu betur, það sem við náðum að upplifa af henni var snilld.

Síðustu dögum okkar í Siem Reap varði ég að mestu í sundlauginni og Arnheiður uppá herbergi, því miður. Svo fórum við að sækja um visa fyrir Víetnam, og þá bættust tveir aukadagar við! Afþví við þurftum að bíða eftir landvistarleyfi og það var helgi.

image

Elsku Tómas og það sem ég held að sé uppáhalds staðurinn hans í ferðinni, hingað til.

Við færðum okkur á ódýrara hótel, og náðum að versla aðeins meira og kíkja í vínsmökkun. Þar fengum við að smakka átta tegundir af bragðbættu hrísgrjónavíni, sem er aðal áfengisframleiðslan á staðnum. Sumt var mjög gott, en annað kannski meira fyrir einhverja aðra en okkur.

image

Smökkun.

image

Vínið var ekki bara gott heldur voru handmáluðu flöskurnar listaverk.

Okkur fannst mjög gott að vera í Siem Reap, þó hefðum glöð viljað vera fullfrísk. Þetta er lengsta stoppið okkar hingað til, við yfirgáfum Kambódíu og Siem Reap á þriðjudaginn, eftir 8 daga dvöl, og hefðum alveg getað hugsað okkur að vera lengur. Við lentum í Víetnam uppúr hádegi eftir yndælt flug og þá beið eftir okkur leigubílstjóri með nafnið okkar á miða. Hann skutlaði okkur í nálægð við hótelið, og úti á götu tók á móti okkur maður á vegum hótelsins. Hann leiddi okkur inn í húsasund, sem kom okkur á óvart, en svo kom í ljós að húsasundið er smekkfullt af hótelum! Við hefðum aldrei fundið þetta sjálf, en komumst þetta með mannin til leiðsagnar.

image

Húsasund sem inniheldur slatta af hótelum og veitingastöðum. Furðulegt og skemmtilegt 🙂

image

Umferðin hér er vægast sagt klikkuð.

Hótelið er í ódýrari kantinum, og það eru engir gluggar á herberginu okkar. Það var samt hægt að útvega okkur leiðsagða ferð til Cu Chi, sem var heimasvæði Víet Kong uppreisnarinnar í suður Kambódíu, um 2 klst akstur utan við Ho Chi Minh City. Þar voru í stríðinu 250km af göngum, þar sem var svartamyrkur, illa loftræst og göngin voru verulega þröng. Við fengum að prufa að fara í göng sem var búið að stækka aðeins, til að túristar passi í gegn, og það var hægara sagt en gert að labba þessa 150 metra.

image

Þessi göng voru stærri en þau sem við byrjuðum í. Fyrstu göngin voru svo þröng og myrk að það gekk erfiðlega að ná myndum því ég gleymdi flassinu.

image

Ég reyndi samt...

Í þessu kerfi voru líka vinnustofur, eldhús og fólk bjó þarna á meðan á stríðinu stóð, þegar Bandaríkjamenn létu rigna yfir svæðið sprengjum og efnavopnum, og náðu þannig að halda sér lifandi. Ekki get ég ímyndað mér að lifa svona, göngin sem við fengum að skoða voru meira en nógu þröng fyrir mig, og alveg nógu illa upplýst og loftræst, þó það sé búið að koma fyrir ljósum með reglulegu millibili, og viftum til að lofta um göngin.

image

Þetta var spennandi og skerí

image

Tómas í holu!

Við fengum líka að sjá dæmi um hinar ýmsu gildrur sem Viet Kongarnir notuðu sem hluta af sínum svokallaða „guerilla“ hernaði. Þær voru eins fjölbreyttar og þær voru margar, og þær voru hver annari hræðilegri.

image

Dæmi um gildru. Ofan í holunni voru annaðhvort beittar bambus greinar eða brot af sprengjum frá Bandaríkjamönnum. Áður en þeim var komið fyrir í gildrunum voru oddarnir baðaðir í t.d mannaskít, dýraskít og/eða snákaeitri til þess að hermennirnir myndu fá sýkingu, verða fárveikir og óhæfir í herinn í marga mánuði og að lokum deyja.

image

Ein af gildrunum.

Eftir Cu Chi göngin var okkur hleypt útúr rútunni nálægt stríðsminjasafninu í Ho Chi Minh. Þar er saga stríðsins rakin, og nokkrar sýningar sem tileinkaðar eru mismunandi hliðum stríðsins. Við höfðum takmarkaðan tíma, en náðum að skoða sýningar um; notkun BNA á efnavopnum, stríðsglæpi BNA, mótmæli gegn stríðinu víðsvegar um heim, byssur sem notaðar voru í stríðinu, líf vietnamska hersins í dag og stríðstæki sem notuð voru(flugvélar, þyrlur og skriðdrekar). Síðan kíktum við út að borða, og vorum svo þreytt eftir labb dagsins að við fórum heim á hótel.

image

Myndir af mótmælum í hinum ýmsu löndum. Það voru mjög margir sem sáu hversu tilgangslaust þessi slátrun var.

image

Átakanleg deild. Þarna voru myndir af fólki sem hafa orðið fyrir slæmum áhrifum í tengslum við eiturefni úr stríðinu, þá aðallega eftir efnið Agent Orange. Enn í dag fæðast börn með fötlun sem hægt er að rekja til efnavopna Bandaríkjamanna.

Svo er spennandi að sjá hvað kemur næst! Næstu sjö vikur verða ekki síður spennandi en síðustu ellefu, svo þið getið verið límd við skjáinn allavega fram í maí! Takk fyrir mig.

image

Vietnam er spennandi, ég hlakka mikið til að skoða meira af landinu 🙂

Tómas Ari sætamús skrifar frá Ho Chi Minh.

image

Arnheiður myndskreytari kveður að sinni!

Angkor What!

Halló heimur.

Seinast bloggaði ég á laugardaginn. Núna er fimmtudagur, og yfirför vikunnar frá seinniparti seinasta föstudags er á dagskrá í þetta skipti. Þvílík og önnur eins dagskrá!

image

Fundum staðinn sem er á forsíðunni á Lonely Planet í Angkor Wat! Þessi bók er búin að halda í höndina á okkur í gegnum svo margt.

Á föstudaginn, eftir Elephant Valley Project, fórum við Arnheiður út að borða með fólki sem við hittum í EVP. Samtals þrettán manns.  Það var hópur af átta fólki sem var í tíu vikna sjálfboðaliða prógrammi, þar af tvær í EVP, leiðsögumaðurinn þeirra og eitt breskt par. Minnst var lauslega á þetta fólk í seinasta bloggi.  Við fórum á besta pizzastaðinn í bænum, og átum flatbökur og drukkum bjór fram á kvöld. Það var mjög gaman, þetta er tiltölulega skemmtilegt fólk.

image

Bjórturn. Angkor bjórinn er að fara vel með okkur!

Daginn eftir var leiðsögumaður (kona að nafni Melissa) hópsins búinn að skipuleggja dagstúr og bjóða okkur með. Við heimsóttum flotta fossa, stöðuvatn til að synda í og kaffiekru/veitingastað, og mikið var sungið í bílnum.

image

Hópurinn að skoða fossinn.

image

Við og fossinn!

Fossinn var mjög fallegur, og það var fullt af innfæddum þar í pikknikk og að djúsa smá. Einn hópurinn bauð okkur Arnheiði bjór og svona, en við vorum of upptekin af fossunum til að skála. Ég fór á bakvið fossinn og náði nokkrum töffaralegum myndum! 🙂

image

Töffaraleg bak-fossamynd

image

AS að taka mynd af TAG að taka mynd fyrir aftan foss.

Við syntum samt ekki í vatninu, en kaffið og maturinn á kaffiekrunni var mjög fínt, og krakkarnir voru fyndnir og skemmtilegir á leiðinni á milli áfangastaða. Ískaffi með sætri, þykkri mjólk virðist alltaf vera a.m.k. ágætt.

image

Á kaffi ekrunni var mjög fallegt en líka svakalega heitt.

Þetta var rosalegt stuð, og lengdi dvöl okkar í San Monorom um einn dag, og frestaði þ.a.l. rútuferðinni til Siem Reap um einn dag. Við þurftum samt að koma við í Phnom Penh í eina nótt á leiðinni til baka, en pössuðum okkur að velja hótel með góðri loftkælingu og lök sem maður þorir að sofa á. Það gekk eftir, og við vorum mjög þreytt eftir strembna sjálfboðavinnu í hitanum og útsýnisferð á laugardeginum, svo við tókum því rólega í köldu herbergi þriðja skiptið okkar í Phnom Penh.

image

Hliðargata í Siem Reap

image

Horfðum á þjóðlega dansa í Siem Reap til þess að komast í Angkor gírinn

Á mánudeginum tókum við síðan lúxus rútu til Siem Reap. Þegar við komum var klukkan orðin sjö, og við fengum okkur kvöldmat að borða og plönuðum næstu daga. Sem leiddi til þess að þriðjudagur varð MARKAÐSDAGUR! Við fórum á gamla markaðinn í Siem Reap, og svo skoðuðum við búðir og fórum á geðveikt frábært bollakökukaffihús og fengum unaðslegar bollakökur og drykki. Þetta kaffihús er non-profit, og veitir mörgum kambódískum konum vel launaða vinnu(á kambódískum mælikvarða) og rými til að skapa frumlegar kökur og listilegt skraut.

image

Nokkur tár féllu af aðdáun

Miðvikudagur lofaði góðu því hann byrjaði á því að við færðum okkur á hótel með sundlaug! Síðan heimsóttum við silki verksmiðju nálægt Siem Reap. Þar fengum við að sjá framleiðslu silki vefnaðar allt frá ræktun berjarunnana sem silkiormarnir nærast á, til vefnaðar silkisins.

image

Mulberry (mig vantar Ísl orð?!) lauf er aðal fæða silki ormana. Edit: orðið er mórber.

Merkilegast fannst mér að sjá hvernig silkið er spunnið í þræði. Það er einungis hægt að nota púpurnar ef ormarnir eru drepnir inni í púpunni, vegna þess að fiðrildin naga sig út úr púpunni, og slíta þá silki þráðinn sem hver púpa er gerð úr. Hver púpa er einn þráður, sem er um 400 metra langur, og fyrst eru fyrstu 100-200 metrarnir spunnir sem grófara hrásilki, og svo þráðurinn slitinn einu sinni, og öll restin notuð til að spinna fínna silki. Hver örfínn spunnin þráður af silki er samsettur úr nokkrum púpum, nokkrum þráðum. Mér fannst þetta merkilegt ferli, og mjög gaman að sjá hvert einasta skref í ferlinu!

image

Sjóða púpurnar og skilja þræðina að. Merkilegt!

image

Gróft silki.

Svo áttum við góða rest af degi í sundlauginni og fengum okkur djúsí pizzu í kvöldmat. Snemma í háttinn þar sem TukTuk bílstjórinn Teavy lofaði að sækja okkur kl. 05:00 morguninn eftir til að skoða Angkor Wat í dögun.

image

Hofið fræga var rosalega fallegt í sólarupprásinni.

image

Svooo fallegt!!

image

Angkor pós!

Það var mjög skemmtilegt að skoða þessi gríðarstóru og ótrúlega fallegu hof, og gott að mæta snemma þegar birtuskilyrði eru óviðjafnanleg og hitinn ekki eins kæfandi og yfir miðjan daginn. Saga þessa staðar, og valdi Khmeranna hér á öldum áður er vægast sagt merkileg og mikilfengleg. Bókmenntir og Wikipedia greinar um Khmeraveldið og Angkor hofin öll eru vægast sagt áhugaverðar lesningar sem hægt er að mæla með. Hiklaust.

image

Horfa yfir Baphuon Temple sem hefur oft verið kallað stærsta púsluspil heims.

Við tókum okkur góða átta klukkutíma í að skoða hin ýmsu hóf Angkors, en Angkor Wat var án vafa hápunkturinn, og Ta Prohm, sem er reyndar hálfgerðar rústir, í öðru sæti, sem voru akkúrat upphaf og endir þessa átta tíma göngutúrs, sem ég held að við munum aldrei gleyma.

image

Sögu veggir út um allt með alls konar myndum úr stríði og trú. Áhrifaríkt og upplýsandi! Þessi mynd er tekin í Angkor Wat.

image

Krúttlegur túristi að pósa í Bayon hofinu!

image

Bayon hofið prýðir 216 brosandi andlit konungsins sem var við völd þegar bygging hofsins átti sér stað. Skemmtilega óhugnalegt.

image

Merkilegt að sjá hvernig náttúran hefur brotist í gegnum hofið Ta Prohm sem í dag er rúst að mestu leyti. Svona risa stór tré eru útum allt hofið, inní því og utan á.

image

Tómas að fela sig í risa stóru tré!

Við vorum þreytt eftir langan morgun, og fengum okkur smá lúr og góða sundlaugarkælingu þegar við komum aftur heim á hótel. Svo ákváðum við að fá okkur rosa fínt að borða í kvöld, og splæstum í þrírétta með góðu víni á flottum frönskum veitingastað hér í bæ. Það var góður endir á frábærum degi, og fínustu viku. Myndafarg vikunnar vegur þungt, sem er jákvætt, og ætla ég því að veita Arnheiði frjálsar hendur með að myndskreyta þessa færslu.

image

AS myndskreytari kveður að sinni með þessari fallegu brotnu fílastyttu sem er staðsett í Baphuon Temple.

Takk fyrir lesturinn, næst verður líklega meira af Siem Reap stuði(t.d. pub street) og kannski smá Víetnam líka!
Tómas pizzabakAri skrifar frá Kambódíu!

image

Bless í bili!