Strandaglópar í Sjanghæ

Jæja þá og góðann daginn! Við gáfumst upp á skertum tengslum við umheiminn og Arnheiður splæsti í svokallað „VPN“, sem tengir okkur netinu í gegnum netþjóna sem hýstir eru utan Kína, og veita þannig aukið öryggi og óritskoðaðan veraldarvef. Sem þýðir facebook og blogg hjá okkur tveim!!

Tómas að stúdera Kínverskuna yfir fyrstu kínverskumáltíð ferðarinnar! -Bara svona til þess að forðast allan misskilning þá er það enn á ný ég, Arnheiður, sem skrifa undir myndirnar.

Tómas að stúdera Kínverskuna yfir fyrstu kínverskumáltíð ferðarinnar!
-Bara svona til þess að forðast allan misskilning þá er það enn á ný ég, Arnheiður, sem skrifa undir myndirnar.

Seinasti fimmtudagur var seinasti dagurinn okkar í Hong Kong, og honum eyddum við í tiltölulegum rólegheitum um borð í bátnum, elduðum okkur kvöldmat og áttum góða, ódýra stund saman. Morguninn eftir fórum við í morgunmat til Strúllu, Bjarki var því miður farinn til Kína, og við náðum ekki að kveðja hann. En við náðum heldur betur að kveðja börnin!

Kveðjuknús!

Kveðjuknús! Við söknum þeirra nú svolítið.

Kveðjuselfie!

Kveðjuselfie!

Síðan drifum við okkur í metroið alla leið að landamærunum, og fórum þangað í gegn á örskotsstundu, tókum metroið á lestarstöðina og fórum beinustu leið í miðabiðröðina. Eftir langa bið fengum við þær mjög óvæntu og óskemmtilegu fréttir að lestin til Guilin var full! Og við sem áttum bókaða gistingu þar um nóttina. Og gmail virkar ekki í Kína svo ég gat ekki látið hostelið vita!
Sem betur fer var þarna maður á vegum einhvers rútufélags, sem sagði okkur að við gætum tekið rútu til Guilin. Það var næturrúta sem tók ekki nema 11 klst. Lengur en hraðlestin. Og það var allt frekar sketchy í kringum þessa rútuferð, og ég hélt á einum tímapunkti að ég yrði skilinn eftir einhversstaðar útá landi. En svo var ekki, og við komumst til Guilin einum degi á eftir áætlun! Vegna tafa lengdum við dvölina um tvær nætur, og höfðum því þrjá daga í Guilin. Við röltum um bæjinn, og smökkuðum góðann mat og leituðum okkur að hlýjum fatnaði, þar sem þetta var kaldasti staður sem við höfðum heimsótt.

Séð á markaði í miðbæ Guilin.

Séð á markaði í miðbæ Guilin.

Á götumatartorgsfrábærleika (vantar betra orð) að anda að okkur suðurkínverskum hversdagsleika.

Á götumatartorgsfrábærleika (vantar betra orð) að anda að okkur suðurkínverskum hversdagsleika og að spekúlera hvort það sé samt ekki bara ódýrast að fá sér instant núðlur.

Herramannsmatur!

Herramannsmatur!

Hittum þennan ágæta dreng á röltinu og hann vildi endilega spjalla við okkur til þess að æfa sig að tala ensku. Hann bjargaði okkur frá svindlara og varð svo skelkaður þegar ég bað hann um að stilla sér upp með Tómasi fyrir myndatökur. Honum fannst Tómas vera nefnilega svo hrikalega myndarlegur að þetta yrði vandræðalegt fyrir hann. Við erum ósammála, þetta er hinn myndarlegasti maður!

Hittum þennan ágæta dreng á röltinu og hann vildi endilega spjalla við okkur til þess að æfa sig að tala ensku. Hann bjargaði okkur frá svindlara og varð svo skelkaður þegar ég bað hann um að stilla sér upp með Tómasi fyrir myndatökur. Honum fannst Tómas vera nefnilega svo hrikalega myndarlegur að þetta yrði vandræðalegt fyrir hann. Við erum ósammála, þetta er hinn myndarlegasti maður!

Sólsetrið tók svo við okkur eftir bæjarröltið uppá þaki hostelsins.  Maður lifandi!

Sólsetrið tók svo við okkur eftir bæjarröltið uppá þaki hostelsins.
Maður lifandi!

Það hlýnaði þó eftir fyrsta daginn, og við fórum í siglingu um mjög fallegt landslagið í kringum Guilin. Siglingin átti sér stað á nútímavæddum bambusfleka. Bambusinn var s.s. úr plasti. Það var engu að síður fallegt, og veðrið var óviðjafnanlegt, svo að við náðum mörgum fallegum myndum og þónokkrum óviðjafnanlegum mínutum!

Satt! Hér er bambusbáturinn og fæturnir hans Tómasar að hafa það huggó.

Satt!
Hér er bambusbáturinn og fæturnir hans Tómasar að hafa það huggó.

Þessi sigling hófst með rútuferð útúr Guilin í átt að einhverri bryggju við ánna, sem tók u.þ.b. 2 tíma með hinum ýmsustu flækjum og skrítnu augnablikum. Það kom enskumælandi maður á hostelið okkar að sækja okkur á svona minivan bíl, en þar voru bílstjóri og 6 aðrir kínverjar, sem enginn talaði ensku. Síðan fór enskumælandi maðurinn, og sagði okkur að stoppa eftir smá stund og ná rútu nr. eitthvað sem ég man ekki alveg. Við stoppuðum, en svo sagði bílstjórinn eitthvað á kínversku og hoppaði aftur uppí rútuna, ásatm hinum kínverjunum. Okkur var bent á að koma með, og við gerðum það. Síðan átti bílstjórinn í miklum samræðum í símann á leiðinni, þar til á endanum stoppuðum við á einhverri bensínstöð. Þar vorum við stopp í góðan hálftíma, ekki vitandi neitt þar sem enginn gat sagt okkur eitt né neitt á ensku. Við vorum hálf stressuð á þeim tímapunkti.

Tómas að bíða eftir rútú.

Tómas að bíða eftir rútú.

Á endanum kom síðan rúta með númerinu sem enskumælandi maðurinn hafði sagt okkur að fara uppí. Við drifum okkur uppí, og þar var loksins manneskja sem talaði ensku sem gat sagt okkur hver staðan væri! Staðan var fín, og við vorum send beinustu leið í siglingu! Myndir segja víst meira en þúsund orð..

TILBÚINÍBÁTSFERÐ-SELFIE

TILBÚINÍBÁTSFERÐ-SELFIE

Skipstýran.

Skipstýran.

Myndataka.

Myndataka.

Vaaaaá.

Vaaaaá.

Tókum c.a. milljón svona myndir. Þetta varð alltaf fallegra og fallegra svo við gátum bara ekki hamið okkur!!!

Tókum c.a. milljón svona myndir. Þetta varð alltaf fallegra og fallegra svo við gátum bara ekki hamið okkur!!!

SVO FALLEGT!!!

SVO FALLEGT!!!

Tómas að dást af þessu öllu saman.

Tómas að dást af þessu öllu saman.

Pósa með fjöllunum!

Pósa með fjöllunum!

Tómas í bátnum.

Tómas í bátnum.

Ég ekki í bátnum.

Ég ekki í bátnum.

Komin uppá land! Þarna sést landslagið sem prýðir 20 RMB seðilinn.

Komin uppá land!
Þarna sést landslagið sem prýðir 20 RMB seðilinn.

Þesi tók á móti okkur þegar við komum að landi. Hann heldur á veiðifæri sem var notað hér áður fyrr. Fuglinum á stönginni er dýft í sjóinn til þess að veiða fiskinn. Hann er svo með ól um hálsinn til þess að hindra að hann nái að gleypa hann. Allt mjög óhugnalegt en menn urðu víst að bjarga sér!

Þesi tók á móti okkur þegar við komum að landi. Hann heldur á veiðifæri sem var notað hér áður fyrr. Fuglinum á stönginni er dýft í sjóinn til þess að veiða fiskinn. Hann er svo með ól um hálsinn til þess að hindra að hann nái að gleypa hann. Allt mjög óhugnalegt en menn urðu víst að bjarga sér!

Eftir siglinguna var okkur keyrt til Yuangzhou, og fengum að fá okkur 40 mínútna göngutúr á rútustöðina til að ná rútunni til Guilin. Allt tók þetta alveg mjög heilan dag, með þremur rútum og bát, svo við fórum heim í staðinn fyrir fína lókal matarmarkaðinn.

Þessi bær var ótrúlega fallegur. Ég varð alveg heilluð og tók rosalega margar myndir!

Bærinn Yuangzhou var ótrúlega fallegur. Ég varð alveg heilluð og tók rosalega margar myndir á leiðinni á rútustöðina. Hún var svo heppilega staðsett þannig að við urðum að labba í gegnum allan bæinn svo við náðum aldeilis að fanga fegurðina!

Kúl hús.

Kúl hús.

Fallegt, já.

Fallegt, já.

Daginn eftir ætluðum við að skella okkur í helli, og tókum almenningsrútun þangað og fórum í stutta siglingu, en slepptum svo hellinum þegar í ljós kom að hann kostaði alveg rosalega mikið, svo við létum okkur nægja fallega landslagið í kring, og siglingin á fallega vatninu þar nálægt, sem var hræódýr.

Ætlaði að plata alla og segjast hafa farið í hellinn...

Ætlaði að plata alla og segjast hafa farið í hellinn…

Gerðiþaðekki!

Gerðiþaðekki!

Tómas í siglingunni. Þarna var báturinn nú úr alvöru bambus og engin vél. Að sjálfsögðu þurftum við líka að vera í björgunarvesti, vatnið var alveg meters djúpt!

Tómas í siglingunni. Þarna var báturinn nú úr alvöru bambus og engin vél.
Að sjálfsögðu þurftum við líka að vera í björgunarvesti, vatnið var alveg meters djúpt!

Mér fannst þessi sigling eiginlega vera með því skemmtilegasta sem við gerðum í Guilin. Rosalega fallegt, afslappandi og rólegt.

Mér fannst þessi sigling eiginlega vera með því skemmtilegasta sem við gerðum í Guilin. Rosalega fallegt, afslappandi og rólegt.

Tómas varð afskaplega leiður þegar við sáum hvað miðinn var dýr.

Tómas varð afskaplega leiður þegar við sáum hvað miðinn var dýr.

Vatnsflaskan er Guilinleg!

Vatnsflaskan er Guilinleg!

Ég á bambusinum.

Ég á bambusinum.

Tómas fékk sér svo núðlur.

Tómas fékk sér svo núðlur.

Svo þurftum við barasta að drífa okkur á flugvöllinn í flug, þar sem lestarnar voru allar uppbókaðar og okkur lá á að komast til Shanghai og Pekíng til að sækja um rússneska vegabréfsáritun. Í Shanghai tók svo við löng og skemmtileg leit að hostelinu okkar með leigubílsstjóranum.

Ég að skoða fiskana í tjörninni sem er í garðinum við hostelið okkar. Allt voða krúttlegt hérna.

Ég að skoða fiskana í tjörninni sem er í garðinum við hostelið okkar. Allt voða krúttlegt hérna.

Vöknuðum við þetta snemma fyrsta morguninn!  Hostelið okkar er við hliðina á skóla og áður en fyrstu tímarnir byrja er haldin morgunstund (alls ekki eins og morgunstundin í GÖ) á skólalóðinni þar sem krakkarnir marsera og gera morgunæfingar við mjög dramatíska lúðrasveitarhljóma. Mjög hressandi að fylgjast með þeim þegar maður skríður fram úr rúminu.

Vöknuðum við þetta snemma fyrsta morguninn!
Hostelið okkar er við hliðina á skóla og áður en fyrstu tímarnir byrja er haldin morgunstund (alls ekki eins og morgunstundin í GÖ) á skólalóðinni þar sem krakkarnir marsera og gera morgunæfingar við mjög dramatíska lúðrasveitarhljóma. Mjög hressandi að fylgjast með þeim þegar maður skríður fram úr rúminu.

Morguninn eftir drifum við okkur til rússneska konsúlsins í Shanghai. Fórum eldsnemma á fætur og þurftum síðan stærsta partinn úr morgninum til að finna það. Það var að sjálfsögðu lokað, eins og venjulega á þriðjudögum og fimmtudögum, svo við fórum að labba um borgina í leit að búð með ódýrum úlpum. Fundum ekkert slíkt og fórum því vel þreytt uppá hostel, Shanghai er falleg og skemmtileg borg þó að maður finni ekki það sem maður ætlar sér. Um kvöldið kynntumst við Rochelle, sem var með okkur í herbergi, og ákváðum að við myndum hitta hana daginn eftir, þegar við værum búin hjá konsúlnum. Hjá konsúlnum fengum við þær fréttir að við þyrftum að bíða í 10 daga eftir vegabréfsáritun, og ef við færum til Pekíng fengjum við hana mjög líklega bara alls ekki, svo við erum föst í Shanghai til 24. apríl og missum af Pekíng partinum af síberíuhraðlestarferðinni okkar. :/
Við fórum nú samt og hittum Rochelle, sem hafði fundið frakka að nafni Chloe, og fengum okkur hádegismat og fórum svo með þeim á hið stóra og mjög áhugaverða Shanghai Museum. Það var skemmtileg sjón.

Ég að skoða ljónastyttu á Shanghai Museum. Hún er sko eeeeldgömul!!

Ég að skoða ljónastyttu á Shanghai Museum. Hún er sko eeeeldgömul!!

Fín.

Fín.

Bjart er á Torgi fólksins í Sjanghæ!

Bjart er á Torgi fólksins í Sjanghæ!

Daginn eftir tókum við morgninum bara soldið rólega áður en við héldum á hið lítt þekkta „Propaganda Museum“, sem er safn af kínverskum áróðursveggspjöldum frá allri tuttugustu öldinni. Það veitti mjög sérstaka og skemmtilega sýn á sögu Kína undanfarna öld, og er eitthvað sem við mælum hiklaust með, þó að það hafi verið soldið erfitt að finna það. Það var einmitt hún Rochelle sem fékk okkur til að koma með sér á það, hún var með okkur allan þann daginn líka, og svo voru öll dorm uppbókuð á hostelinu um kvöldið, en við gátum reddað því með því að bóka tveggja manna herbergi með aukarúmi, og gistum þar öll þrjú saman.

Við vinkonurnar að njóta sólarinnar í garðinum við hostelið okkar!

Við vinkonurnar að njóta sólarinnar í garðinum við hostelið okkar!

Það var bannað að taka myndir inná áróðurs safninu svo við tókum bara mynd af skilti sem við fundum útá götu í staðin.

Það var bannað að taka myndir inná áróðurs safninu svo við tókum bara mynd af skilti sem við fundum útá götu í staðin.

Tóma peningaveskið mitt gaf frá sér hunguróp þegar við gengum þarna framhjá... JÁ við gengum bara framhjá, ég fór EKKI inn!!! :(

Tóma ferðalanga peningaveskið mitt gaf frá sér hunguróp þegar við gengum þarna framhjá… JÁ við gengum bara framhjá, ég fór EKKI inn!!! 😦

Kíktum á the Bund til að skoða skylineið og ég varð mjög glöð yfir því!

Kíktum á the Bund til að skoða skylineið og ég varð mjög glöð yfir því!

Tómas var líka rosa glaður!

Tómas var líka rosa glaður!

Við höfum verið mikið stoppuð útá götu hér í Kína og fengin í myndatöku. Annað hvort bara við tvö (oftast í leyni þá) eða með þessu indæla fólki sem er svona hrifið af okkur. Þarna voru nokkrar myndavélar í gangi, allir mjög spenntir! Mér fannst sérlega skemmtilegt þegar ég var beðin um að halda á barni við eina slíka myndatöku.

Við höfum verið mikið stoppuð útá götu hér í Kína og fengin í myndatöku. Annað hvort bara við tvö (oftast eigum við þá ekki að taka eftir því) eða með þessu indæla fólki sem er svona hrifið af okkur. Þarna voru nokkrar myndavélar í gangi, allir mjög spenntir! Mér fannst sérlega skemmtilegt þegar ég var beðin um að halda á barni við eina slíka myndatöku.

Tómas (þreyttur á myndatökum) og Perlan þeirra Kínverja.

Tómas (þreyttur á myndatökum) og Perlan þeirra Kínverja.

KoreanBBQ!

KoreanBBQ!

Afhverju ekki að pósa í Crocs búðinni?

Afhverju ekki að stilla sér upp í Crocs búðinni?

Tómas fínn í nýju úlpunni!

Tómas fínn í nýju úlpunni!

Í Metroinu.

Í Metroinu.

Við erum búin að vera í dulitlu veseni hér í Shanghai. Við erum semsagt föst hérna til 24. apríl útaf þessu visa-stússi hjá rússunum. Og við erum ekki með nein vegabréf, rússarnir eru með þau. Og svo virðist vera að hér í Shanghai verði maður að vera með frumrit skilríkja til að geta checkað sig inn á gististöðum. Þar af leiðandi verðum við að vera hér á þessu hosteli allan tíman okkar í Shanghai. En svo óheppilega vill til að öll herbergin hér eru fullbókuð fram á þriðjudag í næstu viku. Starfsfólkið hér er samt mjög indælt, og hefur sett okkur á biðlista þannig að þegar einhver afbókar fáum við það herbergi um leið, og ef enginn afbókar munum við fá að sofa á mjúku sófunum hérna niðri á veitingastaðnum/hangiaðstöðunni. Svo þetta reddast svona nokkurnveginn.

Sjanghæ er alveg frekar góður staður til þess að vera fastur á í nokkra daga, það verður nú bara að viðurkennast!

Sjanghæ er alveg frekar góður staður til þess að vera fastur á í nokkra daga, það verður nú bara að viðurkennast!

En já. Það er allt í bili.

Tómas Ari Sætamús skrifar frá Shanghai.

Tvær panó í lokin.

Bless í

bili!

bili!

2 athugasemdir við “Strandaglópar í Sjanghæ

    • Heldurðu að við séum ekki bara komin í þetta fína hostel herbergi sem við fáum að vera í alveg þangað til við förum til Rússlands, og það á spottprís! Þakka samt gott boð. Það hefði verið ágætt að breyta um umhverfi, erum orðin óvön því að vera í svona marga daga á einum stað.

      Líkar við

Færðu inn athugasemd