Farangur að loknu ferðalagi.

Jæjaþá.

Núna er ég búinn að ferðast um alla Asíu, og vera með bakboka alla leiðina.  ég tók ýmislegt með mér í ferðina, sem ég er þó búinn að nota mismikið.  Ég skrifaði lista sem ég opinberaði í fyrstu fimmtudagsfærslu ferðarinnar, og var það ætlun mín að fara yfir þann lista að lokinni ferð og tala um það hversu mikið hver hlutur var notaður.

Vá, lítið af dóti!

Vá, lítið af dóti!

Svona var listinn:

1 buxur (síðar sem hægt er að rúlla upp)
2 skyrtur
1 stuttermabolur
1 ullarbolur(góður í kvöldkulda, Noreg og Síberíu)
2 nærbuxur (þvo reglulega, engar áhyggjur)

Þetta fannst mér mátulegt af fötum.  Það er allstaðar hægt að kaupa sér föt þarna úti, og oftar en ekki ódýrari en heima á Íslandi.  Það eina var að það hefði stundum verið þæginlegt að vera með aukanærbuxur þegar maður nennti ekki að þvo, en það var samt engin þörf á því.  Ég fór bara í sundskýlustuttbuxurnar mínar þegar bráð þörf á að þvo buxurnar, og keypti mér nýjar nokkrum sinnum afþví ég skemmdi þær svo fljótt.
1 par sandalar
1 skópar (verður eftir í Dubai)

Hefði frekar viljað taka einhverja þæginlega strigaskó heldur en þessa sandala, svona í mestu göngutúrana.  Annars keypti ég mér bara flip flops úti, og var í þeim megnið af tímanum í hlýrri löndunum, og keypti mér converse í Víetnam sem ég notaði í kaldari löndunum.

~2 sokkapör (annað var ónýtt, uppgötvaðist í Noregi)

Þurfti ekki sokka fyrr en í Víetnam, og keypti mér þá þar.

1 ferðahandklæði

Mjög gott að hafa ferðahandklæði fyrir þau skipti sem Hostel buðu ekki uppá handklæði frítt.
1 silki svefnpoki (í raun liner, en mun vera notað sem svefnpoki)

Ég satt að segja notaði þennan ekki mikið.  Við skoðuðum alltaf reviews fyrir gististaðina sem við vorum á og pössuðum okkur að þeir fengju hátt fyrir hreinlæti, svo við vorum oftast nokkuð safe með það.  En það var mjög gott að vita af þessu í bakpokanum, ef ske kynni að við lentum á óhreinlegu hóteli eða eitthvað slíkt.
2 spilastokkar(til að spila ótugt eða orrustu)

Ekki fyrirferðamiklir og komu sér einkar vel í síberíuhraðlestinni!  Hefðum líka mátt nota þá meira á hinum leggjum ferðarinnar, en við vorum meira í því að lesa þegar dauður tími gafst.

1 sápustykki(heitt á prjónunum)
1 flaska af alhliða þvottalög

Þetta eru hlutir sem kaupa má jafnóðum úti.  Ég notaði oftast bara handsápu þegar ég þvoði nærbuxurnar mínar, og keypti að mig minnir 3 sápustykki úti, eftir að ég hafði klárað heitt á prjónunum sápuna.  Arnheiður notaði alhliða löginn meira en ég, og þá aðallega til að þvo föt.
1 innanklæðaveski
1 seðlaveski

Seðlaveskið var bráðnauðsynlegt.  Innanklæðaveskið notaði ég ekki mikið, aðallega afþví að ég var með soldið óþæginlegt eintak.  Ég hefði frekar viljað svona rúgskinnsveski eins og maður fær í bankanum.  Arnheiður hlaut þann heiður að bera vegabréfið mitt í hálspokanum sínum á flugvöllum heimsins.

2 símahleðslutæki
1 universal USB hleðslutæki
1 adapter fyrir allar innstungur heims
2 fjöltengi(fengin að láni hjá gestfúsum oslóarbúum)

Tvö símahleðslutæki komu sér vel, til að hlaða símann minn og spjaldið hennar Arnheiðar.  Adapterinn komst ekki í mikil not, þar sem öll hostel sem við sváfum á höfðu universal innstungur.  Samt gott að vera öruggur.  Fjöltengin komu sér vel þegar fjöldi innstungna var takmarkaður og við þurftum að hlaða spjal, myndavél, síma og gopro samtímis.  Ætli það fari ekki eftir græjufjölda hvort slíkt sé nauðsynlegt eða ekki, en það kom sér einkar vel fyrir okkur.

1 LG G3 sími (til að blogga og taka myndir)

Góður þar til ég braut hann.  Nauðsynlegt að hafa einhverskonar samskiptatæki

Heill hellingur af SD kortum

Flest orðin full, en alltaf hægt að kaupa fleiri úti.
1 snyrtitaska með svitalyktareyði, tannkremi og tannbursta
1 ferðahálskoddi

Bæði mjög gott
Og að sjálfsögðu allar nauðsynjar eins og kreditkort, vegabréf, peningar og fl.
First aid kit

First aid kit var ágætt.  það var mjög gott að vita af því, þetta var fyrirferðalítið sett, en við þurftum blessunarlega ekki að nota nema einhverja litla plástra úr því.
1 skaffall

Týndi honum, en hann hefði komið sér einkar vel í síberíuhraðlestinni.

Ég tók líka með mér þvottasnúru sem ég notaði ekkert. In-ear headfónar vöru mjög nytlegir þegar hrotur kojufélaga voru háar.  Ég var með lítinn dagpoka sem ég notaði mikið, til að bera nesti, myndave´lar og first-aid kit svo eitthvað sé nefnt. mæli með svoleiðis.  Og ferðahleðslutæki(power bank) var gott að hafa í lengri rútu- og lestarferðum.

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá notaði ég megnið af hlutunum sem ég tók með eitthvað, en áttaði mig líka á því að flesta hluti er hægt að kaupa bara þegar þörfin kemur upp, og þannig forðast maður að burðast með óþarfa drasl út um allan heim.  Mikið var þetta samt gaman!  Meðmælin sem ég hef er að taka bara sem minnst af drasli, og alls ekki mikið af fötum, þá er þæginlegra að labba um með farangurinn sinn og svona.  Og ef maður fer með hálftóman bakpoka út er hægt að kaupa helling af gjöfum! 🙂

Meira var það ekki í bili, eigið góða daga það sem eftir er.

Tómas Ari skrifar innarlega úr Skutulsfirði.

Færðu inn athugasemd